Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2004, Side 35
LANDSLAG MÖGULEIKANNA
I þessu samhengi má taka dæmi af spurningu á borð við þá hvenær
stoðarhola verði til? Er stoðarholan yfirleitt til íyrr en fornleifafræðing-
urinn tekur ákvörðun um hana á vettvangi - ákvörðun byggða á ákveðn-
um tegundareinkennum sem hann telur sig þekkja. Flestir fornleifa-
fræðingar vita að slík ákvörðun er síður en svo einföld. Akvörðunarferlið
hefur margar bugður og fomleifaffæðingurinn kemst að mörgum
niðurstöðum á leiðinni. Sumum þessara niðurstaðna er svo hafnað áður
en nýjar ákvarðanir em teknar. Tæknin og kerfin taka ekki ákvörðunina
íyrir fomleifafræðinginn þó að þau geti verið honum aðstoð hvað grein-
inguna varðar í vissum tilvikum. En forskilningur hans á fyrirbæmm,
aðstæðum og hugtökum er alltaf til staðar. Tilvist stoðarholunnar sem
hið endanlega takmark er þ.a.l. háð því hversu vel fornleifafræðingnum
tekst að vinna sig eftdr hlykkjóttu ferli ákvörðunartökunnar.
Gagnrýni margra síðvirknihyggjumanna (e. postprocessualists) hefur
beinst að því að í eðli sínu sé fornleifafræðin ekki raunvísindaleg í þeim
skilningi að markmið fornleifarannsókna sé að komast að algildum sann-
indum eða lögmálum óháðum menningarsögulegu samhengi rannsókn-
arefniviðsins eða pólitísku og menningarlegu umhverfi fræðimannsins.8
Hugtakapör svo sem staðreynd/kenning, orsök/afleiðing, hludægni/
huglægni, almennt/sérstakt, eða aðferð/túlkun em t.a.m. ekki fastmótuð
og gildislaus heldur teygjanleg og gildishlaðin.9 Gildi þeirra er á sama
hátt háð mati eða skynjun einstaklingsins eins og skynjun okkar á um-
hverfinu er einstaklingsbundin.10 Þannig er ekki hægt að skilja á milli
gagnaöflunar (vettvangsvinnu), úrvinnslu og túlkunar. Urvinnsla og
túlkun á sér stað á öllum stigum fornleifarannsókna, líka meðan á vett-
vangsvinnu eða gagnaöflun stendur. Þetta ferli hefst jafnvel áður en að
skóflu er stungið í jörðina. Hodder kallar þetta „interpretation at the
trowel’s edge“ og vitnar með þessu í að meðan á fornleifauppgrefd
stendur er stöðugt verið að taka ákvarðanir byggðar á túlkun okkar á
rannsóknarefniviðnum. Rannsóknarferlið í heild sinni byggist þannig á
því að við emm stöðugt að samþykkja niðurstöðu og hafna öðrum.11
8 Michael Shanks og Christopher Tilley, Social Theory and Archaeology, bls. 46.
9 Christopher Tilley, The phenomenology of landscape. Berg Publishers, Oxford 1994,
bls. 8; Ian Hodder og Scott Hutson, Reading the Past. Cambridge University Press,
Cambridge 2003, bls. 13-19.
10 Reinhard Bembeck, Theorien in der Archdologie. A. Francke Verlag, Tiibingen 1997,
bls. 272.
11 Ian Hodder, The Archaeological Process, bls. 92.
33