Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2004, Page 37
LANDSLAG MÖGULEIKANNA
fomleifar f}TÍr sögu landsins“.14 Hann bendir á að rannsóknahefð forn-
leifafræðinnar á Islandi hafi gengið út á það að sannreyna heimildir úr
íslenskum miðaldaritum. Bjarni gagnrýnir jafnffamt það sjónarmið að
fomleifar á Islandi séu „fáar og fátæklegar“ miðað við útlönd og ríka ís-
lenska bókmenntaarfleifð.15 Þessi rannsóknahefð lýsir sér ekki síst í því
hvemig sagnffæðingar nýta sér eða hreinlega hunsa sögutúlkun forn-
leifafræðinnar og sést þetta t.d. í heimildanotkun þeirra þegar þeir vitna
í fomleifaffæðilegar niðurstöður.16 Bjami færir rök fýrir því að til þess að
fomleifafræðin á Islandi geti þroskast þurfi hún að losna undan oki
sagnahyggjunnar, eins og hann kallar þessa hugmyndafræði. Það þýðir vel
að merkja ekki að hún þurfi að losna undan oki ritaðra heimilda en
fomleifafræðingar þurfa að takast á við hugmyndina um yfirburði
ritheimilda fram yfir fomleifar vísvitandi og meðvitað.
flðbrögð ýmissa fomleifaffæðinga við sagnahyggjunni hafa verið að
kalla efdr sjálfstæðri hugmyndafræði - sjálfstæðri fomleifaffæði. Stein-
unn Kristjánsdóttir gerir þetta í nýútkominni doktorsritgerð sinni með
þeim hætti að nálgast kristnitökima á Islandi út ffá fornminjum því að
þær séu einu samtímaheimildimar um kristnitökuferhð.17 Þannig dregur
hún fram sjálfstæði fomleifafræðinnar gagnvart ritheimildum án þess þó
að hún h'ti ffam hjá slíkum heimildum.
Adolf Friðriksson tekur annan pól í hæðina í grein sem birtist í Skími
árið 1994.18 Hann fer eins og Bjami yfir sögu fomleifaffæði á Islandi og
sér á sama hátt og hann að fomleifaffæðin er rígbundin þeirri hefð að út-
gangspunktur rannsókna hafi verið ritheimildir miðalda.19 Hann hafiiar þó
alfarið kröfúnni um sjálfstæða fomleifaffæði, enda sé hún úr lausu lofd
gripin.20 Sjálfstæði fomleifafræðinnar er hafaað á þeirri forsendu að „sögu-
leg þekking [hafi] skapað viðfangsefni fomleifaffæðinga. Viðfangsefhið,
aðferðir og viðhorf fomleifaffæðinga í dag em tjóðrað við þá sögulegu
þekkingu sem jafnffamt er baksvið allra fomleifarannsókna hér á landi.
14 Bjami F. Einarsson „íslenskar fomleifar: Fómarlömb sagnahyggjunnar". Skímir
168. ár, 1994, bls. 378.
15 Sama rit, bls. 389.
16 Sama rit, bls. 388.
Steinunn Kristjánsdóttir, The Awakening of Cbristianity in Iceland. GOTARC Series
B No 31, University of Gothenburg, Gothenburg 2004, bls. 5.
18 Adolf Friðriksson, „Sannfræði íslenskra fomleifa". Skímir 168 ár, 1994, bls. 346-376.
19 Sama rit, bls. 348.
20 Sama rit, bls. 371. Sjá einnig Adolf Friðriksson, Sagas and Popular Antiquarianism in
Icelandic Archaeology. Avebury Ashgate Publishing Ltd., Aldershot 1994.
35