Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2004, Side 38
KRISTJAN MLMISSON
Tilraunir gagnrýnenda til að skera á tjóðurbandið eru dæmdar tál að mis-
takast enda eru fomleifafræðilegar heimildir bundnar söguheimildmn.“21
Mér þykir það einkennileg afstaða fornleifafræðings að takmarka
eigin möguleika til túlkunar jafn sterkt og Adolf gerir hér. Þessi tak-
mörkun eða tjóðrun fomleifafræðinnar við söguheimildir er í ratm
sagnahyggja í hnotskurn. Forsendan fyrir þessari kenningu er tilvísun
Adolfs í rannsóknahefð fomleifaffæðinnar á Islandi og gagnrýni hans
sérstaklega á Bjarna og Margréti Hermanns-Auðardóttur. Hann telur
þau afneita sögunum en nota hugmyndaarf þeirra um leið óafvitandi og
gagnrýnislaust.22 Eins og Adolf bendir réttilega á getur engin túlkun
fornminja átt sér stað án þess að taka mið af sögulegum forsendum þess
tímabils sem rannsakað er. Aldrei mun fornleifafræðingur grafa
bæjarstæði á Islandi frá 10. öld án þeirrar þekkingar að Landnáma og
Islendingabók hafi verið skrifaðar. En þegar ég tala um sögulegar
forsendur á ég ekki aðeins við sagnfræðilegar forsendur eða forsendur
ritheimilda eins og skilja má af umfjöllun Adolfs. Söguleg þekking hefur
jafh mikil áhrif á túlkanir fornleifafræðinga sem rannsaka stein-
aldarsamfélög og hún hefur á okkur hér á Islandi sem erum fyrst og
ffernst að kljást við söguleg tímabil.23 Fornleifafi'æðin, sem snýst ekki
um skjöl, handrit eða ritaðan texta almennt, skapar sjálf sögulega þekk-
ingu út frá efnismenningu ekki síður en sagnfræðin út frá ritheimildum.
Reyndar hefur verið bent á að það að skrifa texta, þ.e.a.s. að meitla rúnir
í stein eða rita með bleki á pergament sé í sjálfu sér hluti efiúslegrar
heimildagerðar24 og að tungumál séu í sjálfu sér eins konar efnisheimild
(„a kind of artefact“).25
Þessi togstreita á milli hins sögulega og fomleifafræðinnar kristallast
að mínu mati skýrast í alþjóðlega hugtakinu prehistoiy -forsaga. I Þýska-
landi hefur mjög lengi verið deilt um þetta afar órökrétta hugtak (á þýsku
Vorgeschichte eða Prdhistorie), sérstaklega þar sem rökréttara samheiti er
til í tungumálinu (Urgeschichte, ísl. ,,ævafomsaga“!).26 Hugtakið ,forsaga“
21 Adolf Friðriksson, „Sannfræði íslenskra fornleifa“, bls. 370.
22 Sama rit, bls. 371; Adolf Friðriksson, Sagas and Popular Anúquarianism in Icelandic
Archaeology bls. 189.
23 Þar sem engar samtíma ritheimildir eru til um fyrstu þrjár aldirnar í landinu má vel
halda því fram að fornleifaffæði þess tímabils sé „forsöguleg".
24 Ian Hodder og Scott Hutson, Reading the Past, bls. 13.
25 Christopher Tilley, Metaphor and Material Culture. Blackwell Publishers, Oxford
1999, bls. 34.
36