Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2004, Page 42
KRISTJÁN MÍMISSON
viðurværi bronsaldarþjóða með því að mæla snefilefni í beinum (sjá grein
efdr Grupe); þeir reiknuðu út fólksfjölda á bronsöld og héldu ffam
kenningum um fjölgun og fækkun. Allt var þetta stutt með tölum og
töflum og gögnin greind samkvæmt bestu aðferðum raunvísinda.
Fomleifaffæðingarnir ræddu um manninn og rýmið (sjá greinar efdr
Buck; Bukowski) eða skráðu minjastaði á stórum svæðum og
aldursgreindu þá út ffá yfirborðsfundum og bjuggu til módel um fyrsta
vísi að þéttbýlisbyggð í Suður-Evrópu (sjá greinar eítir Cardarelli; Di
Gennaro; Pacchiarelli). I lok ráðstefhunnar gagnrýndu mannffæðing-
amir fomleifafræðingana fyrir það að þá skorti staðlaðar rannsókna-
aðferðir (sjá greinar eftir Rösing34; Zeitler) en fomleifaffæðingamir
gagnrýndu mannfræðingana fyrir það að fela sig á bak við tilbúin talna-
módel og að líta ffam hjá menningarsögulegum og samfélagslegum þátt-
um (sjá grein eftir Smolla). Þverfagleikinn birtist í mynd vérþekkingar
hvors hóps fyrir sig. S'érhugmyndir um lýðfræði á bronsöld ollu þ\7í að
mannfræðingarnir og fomleifafræðingamir nálguðust hvorir aðra svo til
ekkert í rannsóknum síhtun.
Fagvæðing fomleifaffæðinnar er tvíeggja sverð. Hún hefur vissulega
margfaldað magn upplýsinga um fortíðina sem hefur haft í för með sér
að í dag stöndum við ffammi fyrir stórkostlegri möguleikum en áður til
að miðla sögunni. A hinn bóginn hafa menn misst sjónar á eiginlegu eðh
fornl ei fafræðinnar.3 3 Okkur skortir skilgreiningu á því hvað afmarki
fornleifafræðina og greini hana ffá öðmm fræðum.
Ekki er heldur nein skýr skilgreining á því hvernig þverfagleg rann-
sóknanálgun virkar. Hún er aðeins háð árangursríkri samvinnu milli
fræðimanna af mismunandi sviðum. Hinir ýmsu sérfræðingar verða að
sameinast um tungumál - skilningur á aðferðum og kenningum hins
verður að vera fyrir hendi. Hættan sem steðjar að þverfagleikanum ligg-
34 „Ein sehr allgemeiner, wenn auch nicht sonderhch origineller Eindruck ist, da6 die
Archaologie erstaunhch unmathematdsch agiert. Besonders fallt dies an den Stellen
auf, wo ein wichtiger Háufigkeitsbefund noch nicht einmal per cr-Test auf Zu-
fallswirkung iiberpruft wird.“ (Friedrich W. Rösing, „Perspectiven einer Pálo-
demographie der Bronzezeit". Karl-Friedrich Rittershofer (ritstjóri): Demographie
der Bronzezeit. Intemationale Archdologie 36, 1997, Verlag Alarie Leidorf GmbH,
Espelkamp, bls. 315-316.) [,,Sú almenna tilfinning vaknar, þó hún sé heldur tdir-
borðskennd og ekkert sérstaklega frumleg, að fomleifafræðin sé furðulega óstærð-
fræðileg. Sérstaka athygli vekur að það er ekki einu sinni sannreynt með ri-prófi hvort
tfðni ákveðins mildlvægs samhengis sé tilviljunum háð.“ Þýðing Kristjáns Mímissonar.]
35 Ian Hodder, The ArchaeologicalProcess, bls. 13.
4°