Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2004, Page 43
LANDSLAG MOGULEIKANNA
ur í áherslunni á ré>-stöðu hvers rerfræðings eða rersviðs. Menn vinna enn
of mikið sér á báti, þ.e.a.s. út af fyrir sig.
I raun krefst þverfagiei ki nn fyo'/hæfni og ^ó'/þekldngar í fjóívíðu rann-
sóknasamfélagi. Niðurstaðan er því hugmyndaffæði sem rífur niður höft
sérhæfingarinnar. Slík hugmyndafræði byggist á hugsun sem í raun er
faglaus, samanber athugun Clarks „The apparent ‘discipline’ of archaeo-
logy thus appears very undisciplined“.36
Faglaus hugsun
Engin hinna hefðbundnu ffæðigreina er einsleit heldur eru þær allar
fjölbreyttar. Með hefðbunchmm fræðigreinum á ég við þarrn yfirborðs-
kennda skilning sem við leggjum í hugtök eins og félagsfræði eða
Kfffæði. Félagsffæði er t.d. rannsókn á samfélagi mannsins og á atferli
mannsins sem félagsveru.37 Líffræðin er hins vegar skilgreind sem kerfis-
bundin rannsókn á lífinu og líffræðilegri uppbyggingu, þróun og atferli
lífvera.38 Við munum þó þurfa að leita lengi áður en við finnum félags-
fræðing eða lífffæðing sem vinnur með svo víðtækt svið að það fangi allt
innihald þessara skilgreininga. Raimsóknaspurningar félagsfræðinga og
lífffæðinga eru venjulega afmarkaðar við örlítinn hluta þessa stóra sam-
hengis. Hér erum við aftur komin að kjarna fagvæðingarinnar.
Vandamálið liggur líka í því að hinar hefðbundnu fræðigreinar skarast
að miklu leyti og það er sannarlega oft flókið að greina á milli mann-
fræðilegrar og fornleifaffæðilegrar rannsóknar eða jafhvel á milli forn-
leifafræðilegrar og jarðfræðilegrar rannsóknar. Þannig hefur skörun
félagsffæðinnar og lífffæðinnar alið af sér afkvæmi sem við köllum
félagslíffræði (e. sociobiology). Fjölbreytnin innan hinna hefðbundnu
fræðigreina er miklu meiri en munurinn milli þeirra og hér er sama hvort
um er að ræða hugmyndaffæðilegan eða aðferðafræðilegan mun. Skörun
ffæðigreina og fjölbreymin innan þeirra veldur því að varla er lengur
hægt að tala um þær sem sjálfstæðar einingar.
Hvernig er hægt að leysa úr þessari augljósu mótsögn sem felst í því
að viðurkenna að ffæðimenn afmarki rannsóknasvið sitt sífellt meir og
einskorði sig við takmarkað sérsvið og halda því samtímis fram að ekki sé
36 Tilvitnunin er úr Ian Hodder, The Archaeological Process, bls. 19.
5' Anthony Giddens, Sociology. Polity Press, Cambridge 1989, bls. 7; David M.
Newman, Sociology. Pine Forge Press, Thousand Oaks 1995, bls. 8.
38 William K. Purvis, og Gordon H. Orians, Life. The Science of Biology. Willard Grant
Press, Boston 1983, bls. 5.
41