Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2004, Page 44
KRISTJÁN MÍMISSON
nokkur fótur fyrir því að tala um sjálfstæðar fræðigreinar? Ég held því
fram að takmarkið sé faglaus hugstm. Hugsrm sem fikrar sig ekki eftir
einum stofni eða skiptist í margar ólíkar greinar heldur er netvædd, sam-
hangandi og heildræn. Það að ræða um faglausa hugsun er vissulega
svoKtið ögrandi þar sem manni hættir til að líta á hana sem ófaglega.
Skilgreiningin á hugtakinu felur fyrst og fremst í sér að faglausa hugsun
er ekki hægt að flokka eftir hinum stöðluðu gildum fræðigreina sem ég
minntist á hér að framan. Það var þetta sem Clark hafði í huga þegar
hann kallaði fomleifafræðina „undisciplined" (sjá tilvitnun í lok síðasta
kafla). I mjög líku samhengi talaði þýski mannffæðingurinn Bernd Herr-
mann, prófessor við Háskólann í Göttingen, um „undisziplináre For-
schung“ (faglausar rannsóknir) í fyrirlestri sem hann hélt í Hamborg árið
1998.
Hodder hefur skilgreint grundvallaratriði þess sem hann kallar „non-
dichotomous thinking in archaeology“ en í bókinni The Archaeological
Process fjallar hann einmitt um möguleika fornleifafræðinnar til að þróa
með sér slíka hugsun sem ég kalla hér faglausa.39 Hodder útskýrir fag-
lausa hugsun innan fornleifafræðinnar út ffá fimm meginhugtökum:
sjálfsgagnrýni (e. reflexivity), tengslum og samhengi (e. relationality/
contextuality), samvirkni (e. interactivity) og fjölröddtm (e. multivocality).
Fornleifarannsókn sem er trú markmiðum faglausrar hugsunar endur-
speglar forskilning ffæðimanna á rannsóknaefniviðnum, þ.e.a.s. hvaða
þættir það eru sem liggja að baki gagnaöflun, úndnnslu og túlkrnr.
Hodder leggur t.a.m. til að unnin sé mannfræðileg rannsókn á því ferli
sem að baki niðurstöðum og túlkunum liggur.40 Faglaus hugsun leggur
áherslu á tengsl og samhengi einstakra þátta röksemdafærslurmar sem
bímr oft í skottið á sér vegna innbyrðis tengsla gagna, aðferðar og túlk-
unar í röksemdafærslunni sjálfri. Gröf ffá 10. öld getur verið skilgreind
sem kuml út frá aldursgreiningu. En gröf getur líka verið aldursgreind
aftur til 10. aldar af þeirri ástæðu að við teljum hana vera kuml. Gögmn
eru þ.a.l. teygjanlegur efhiviður sem er háður stöðugum breytingum og
túlkanir eru í þessum skilningi skammvinn fyrirbæri. Faglaus hugsun
leggur þar að auki áherslu á samvirkni allra aðila í túlkunarferlinu og
þannig dregur hún úr áhrifum yfirvaldsins á túlkunina. Mismunandi
sjónarmið eru nauðsynleg fyrir faglausa hugsun því þau undirstrika
39 Ian Hodder, The Archaeological Process, bls. 188-209.
40 Sama rit, bls. 97.
42