Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2004, Page 45
LANDSLAG MOGULEIKANNA
skammlífi túlkana. Síðast en ekki síst eflir hún samtal við utanaðkomandi
hugmjmdir og hópa sem öllu jöfnu standa utan hinnar fræðilegu orð-
ræðu. Faglaus hugsun er sjálfgagnrýnin og opin fyrir flæði hugmynda
bæði innan frá og utan að.
Faglaus hugsun, eins og henni hefur verið lýst hér að ofan, minnkar
ekki kröfurnar um háfaglega þekkingu. Fagvæðingin getur að þessu leyti
þrifist taki orðræðan mið af grundvallaratriðum faglausrar hugsunar sem
virkar þá jafirframt sem ákveðin lausn á þverfaglegum árekstrum. Sér-
hæfing, í þeim skilrúngi að fræðimenn kafi kerfisbundið og ítarlega ofan
í afmarkað rannsóknasvið, útilokar ekki faglausa hugsun. Engu að síður
hafa ýmsir41 kallað eftir því að hin hefðbundu og fastmótuðu mörk á milli
fræðigreina verði rifin niður svo að skilgreina megi nýjar rannsókna-
spurningar út frá nýju „faglausu“ eðli fræðanna. Markmiðið er ekki að
draga upp nýja hringi í kring um fræðigreinar og skilgreina þær upp á
nýtt. Faglaus hugsun er stöðug niðurrifsstarfsemi sem hefur það mark-
mið að skapa möguleika fýrir ný sjónarmið eða þá til að veita eldri sjón-
armiðum nýjan hljómgrunn. Með þetta að leiðarljósi ber að skilja orð
Hodders: “... to be without a label is a part of the openness and fluidity
of high or postmodern society.“42
Erfaglaus bugsun sama og afstæðishyggja?
Gagnrýnendur síðvirknihyggju eða þeirra kenninga sem byggjast á því
sem ég kalla hér faglausa hugsun hafa helst bent á að án staðlaðrar og
hlutlægrar aðferða- og hugmyndafræði hljóti niðurstaðan að vera full-
komin afstæðishyggja. Hræðslan virðist aðallega vera við fjölbreytnina
sem er grundvöllur þess að margs konar sjónarmið geti þrifist samtímis.
Gavin Lucas beinir ljósinu að þessu vandamáli. Hann segir litla dæmi-
sögu um tvö ólík sjónarmið um búsetusögu Astralíu og spyr sig hvernig
umgangast eigi vísindalegar rannsóknaniðurstöður á þessu fyrirbæri í
samanburði við hugmyndir ástralskra frumbyggja um eigin sögu.43
Stillum við þessum sjónarmiðum upp hlið við hlið sem jafngildum sögu-
skoðunum eða etjum við þeim hvorri gegn annarri með því að halda því
41 Gavin Lucas, „Interpretation in contemporary archaeology: some philosophical
issues“. Ian Hodder, Michael Shanks o.fl. (ritstjórar): Interpreting Archaeology.
Routledge, London 1995, bls. 38; IanHodder, The ArchaeologicalProcess, bls. 196-199.
+: Ian Hodder, The Archaeological Process, bls. 9.
43 Gavin Lucas, „Interpretation in contemporary archaeology: some philosophical
issues“, bls. 39.
43