Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2004, Page 49
LANDSLAG MOGULEIKANNA
gang í landslagsfomleifafræði hér á íslandi. Landafræði og fomleifafræði
hafa átt samleið til langs tíma og er hægt að benda á margar hhðstæður í
sögulegri þróun fræðigreinanna, m.a. með uppgangi nýju landafræðinnar
(e. New geography) og nýju fomleifafræðinnar í byrjun sjöunda áratugar
síðustu aldar.53 Upphaflega lágu leiðir fomleifafræðinga og landfræðinga
saman á landakortinuS4 enda einkenndust landslagsfomleifafræðilegar
rannsóknir á síðustu öld af staðsetningum, kortlagningu og dreifigreiningu
minjastaða í landslaginu.55 Rannsóknir sem þessar lögðu grunninn að
ýmsum öðrum stefiium innan fomleifafræðinnar svo sem hinni þýsku
Siedlungsarchaologie.56
A níunda áratug síðustu aldar fór að bera á því að fræðimenn nálguðust
landslag með nýjum hætti. Landslagið var ekki lengur bara skilgreint sem
eitthvert gímald utan um manneskjuna og atferfi hennar heldur sem „a
series of named locales, a set of relational places linked by paths,
movements and narratives“.57 Manneskjan var orðin virkur hluti lands-
lagsins. Hún skapar það og gefur því tilgang. Þessi nýja sýn á landslagið
endurspeglast í ýmsum nýjum stefnum í landslagsfomleifafræði, s.s.
spatial archaeology58 og archaeology ofplaceN
Christopher Tilley hefur undanfarinn áratug verið leiðandi í þessari
nýju tegund landslagsfomleifafræði. I bók sem hann gaf út árið 1994, The
phenomenology of landscape, dregur hann upp nýja mynd af upphafi
nýsteinaldar í Wales og Suður-Englandi. Tilley rannsakaði stórstein-
ungagrafir (e. caims), langhauga (e. long harrows) auk mannvirkja eins og
Hambleton Hill enclosures og Dorset Cursus út frá fýrirbærafræði.
53 J. Malcom Wagstaff, „The New Archaeology and Geography“. J. Malcolm
Wagstaff, (ritstjóri): Landscape and Culture. Geographical and Archaeological
Perspectives. Basil Blackwell, Oxford 1987, bls. 26; Christopher Tilley, The pheno-
menology of landscape, bls. 7.
54 Andrew S. Goudie, „Geography and Archaeology: The Growth of a Relationship“.
J. Malcolm Wagstaff, (ritstjóri); Landscape and Culture. Geographical andArchaeological
Perspectives. Basil Blackwell, Oxford 1987, bls. 14.
55 Sama rit; Julian Thomas, „The Politdcs of Vision and the Archaeologies of
Landscape“. Barbara Bender (ritstjóri): Landscape. Politics and Perspectives. Berg
Publishers, Oxford 1993, bls. 19.
56 Herbert Jankuhn, Einfiihnmg in die Siedlungsarchdologie. Walter de Gruyter, Berlin
1977.
1 Christopher Tilley, The phenomenology of landscape, bls. 34.
58 Julian Thomas, „The Hermeneutics of Megalith Space“. Christopher Tilley,
(ritstjóri): Interpretative Archaeology. Berg Pubhshers, Oxford 1993, bls. 73-142.
'g Sjá umfjöllun íjoumal of Archaeological Method and Theory, Vol. 11, No. 1-2, 2004.
47