Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2004, Page 51
LANDSLAG MÖGULEIKANNA
notast við dýrabeinagreiningar frá björgunarappgrefti á bænum Finn-
bogastöðum í Strandasýslu ritheimildum til stuðnings til að draga upp
mynd af lífsbaráttu bænda á Ströndum á öndverðri 18. öld. Landslagið
kemur inn í myndina þar sem höfundamir karma staðsemingu verstöðva
með tilliti til aðgengis bænda af mismunandi stéttum að fiski sem auðlind
og fiskimiðum. Orri o.fl. rannsökuðu og bára saman búsetuform á
Islandi og Grænlandi á vfldngaöld. Nálgun Orra o.fl. er í megindráttum
kerfiskennileg (e. systems theo?y)66 þar sem t.d. kenningar um búsetuform
og beitarálag á Grænlandi byggjast að hluta á líkanagerð. Orri o.fl. og
Ragnar o.fl. fylgja pósitívískum kenningum í sínum rannsóknum.
Takmarldð er ströng og ítarleg greining gagna í því skyni að setja ffam
lögmál um búsetumynstur.
Adolf Friðriksson kyrmti nýlega staðfræðirannsóknir sínar á kumlum á
íslandi. Markmið rannsókna hans er að staðsetja öll íslensk kuml og færa
þau inn í staðfræðilegt samhengi s.s. með því að greina fjarlægð kumls/
kumla frá bæjarstæði, túngörðum, landamerkjum, leiðum o.s.frv.67
Bráðabirgðaniðurstöður Adolfs benda til þess að á seinni hluta 10. aldar
hafi einhver breyting orðið á greftrunarsiðum á íslandi þar sem kuml
væra nú síður staðsett við bæi heldur við landamerki. Adolf telur þetta
mögulega afleiðingu félagslegra breytinga á þessum tíma.
Um þessar mundir er unnið að ýmsum fleiri verkefiium sem hafa
landslagsfomleifafræðilegan bakgrunn (t.d. könnun Adolfs Friðrikssonar
og Orra Vésteinssonar á landnáminu og menningarlandslaginu á Norð-
austurlandi, sem naut Öndvegisstyrks Rannís) og vonir era til þess að þau
geti enn aukið á fjölbreytileikann í þessum rannsóknum.
Það er von mín að þessi vakning í landslagsfornleifafræði sem orðið
hefúr vart að undanförnu geti leitt til nýrrar orðræðu um landslagið út
frá margbreytilegum sjónarhornum. Sú orðræða verður nauðsynlega að
innihalda mismunandi heimspekileg og aðferðafræðileg sjónarmið og
hún verður að leitast við að opna nýja glugga að fortíðinni.
66 Michael Shanks og Christopher Tilley, Re-Constructing Archaeology. 2. útg.,
Routledge, London 1992, bls. 52-53; Reinhard Bembeck, Theorien in der Archaologie,
bls. 124-129.
67 Adolf Friðriksson, „The Thpography of Iron Age Burials in Iceland“, bls. 15.
49