Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2004, Page 56
STEINUNN KRISTJÁNSDÓTTIR
Nú á dögum er venjulega talað um a.m.k. fems konar minni innan
húmamskra ffæða. Það er einstaklingsminni, sögulegt minni, sameiginlegt
minni og félagslegt minni. Yfirleitt er talað um eina sögu en að einstak-
lingsminni, sameiginleg og félagsleg minni geti verið mörg. Með ein-
staklingsminni er í stuttu máli átt við þá atburði sem gerast í lífi ein-
staklingsins og er þannig á sinn hátt saga einstaklingsins. Sögulegt minni
er í raun sagan sjálf eins og hún er skráð en bæði sameiginlega og félags-
lega minnið er sá rammi sem birtir myndir sögulega minnisins.
Sameiginlega minnið byggist á hugmyndum eða atburðum sem hópur
fólks meðtekur eða verður fyrir vegna sameiginlegra aðstæðna í tíma og
rúmi. Sameiginlega minnið er ekki atburðurinn sjálfur, heldur það sem
efdr stendur af honum. Félagslega minnið verður einnig til vegna sam-
eiginlegra, félagslegra áhrifa en venjulega úr fortíðinni og oftast á milli
manna í tíma. Samtíminn er fegraður eða skýrður með fornum miimum.9
Gömul mixmi eru endurnýtt, glædd nýju lífi í ákveðnum tilgangi og að-
löguð að nýjum aðstæðum. Með þessum hættd hefur félagslega minnið
augljósa skírskotun og þýðingu fyrir samtímann hverju sinni rétt eins og
sameiginlega minnið.
Birtingarform minnisins getur verið af ýmsum toga, s.s. bækur, bygg-
ingar, fornleifar, sérstakir staðir eða landslag, minnismerld, jafnt sem
merkir menn, konur og atburðir úr fortíðinni. Sameiginlega minnið hef-
ur venjulega mikla þýðingu fýrir söfn og menningararfinn, á meðan hið
félagslega hefur oft áhrif á sjálfsmynd hópa og pólitísk markmið. Hið
ritaða mál er t.d. ein birtingarmynd hins sameiginlega minnis, jafht sem
hins félagslega minnis. Heimsstyrjöldin síðari er til bæði sem sögulegt
minni og sem sameiginlegt minni hóps fólks sem upplifði atburði þess og
fleytti áffam til eftirlifandi kynslóða. Félagslega minnið tengist nafn-
greiningu staða, landsvæða, hluta og manna með skírskotun til fortíðar,
eða jafnvel langtímamarkmiða eins og sjálfstæðisbaráttu Islendinga sem
upphafin var með líkingu við hetjudáðir og landvinninga víkingakvenna
og karla úr fortíðinni. Félagslega minnið getur verið sameiginlegt minni
og bæði eru þau alltaf bundin okkar eigin ímynduðu útgáfu af hverjum
atburði, stað eða stund fýrir sig.
Sköptm, mótun og gerð einstaklingsminnis, sögulegs, sameiginlegs
eða félagslegs minnis er þó langt frá því að vera eins einföld og lýsing
þessi gefur til kynna. Tilurð minnisins byggist á flóknu samspili atburða,
9 Sjá t.d. Martdn Carver, þetta hefd bls. 215-257.
54