Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2004, Síða 57
SAMEIGINLEGT OG FÉLAGSLEGT MINNI
þess umhverfis sem þeir eiga sér stað í og þeirra sem minnast. Sam-
eiginlega minnið stangast t.d. oft á við sögulega minnið. Sú saga sem
birtist í samtímanum er ekld endilega „sönn“, heldur byggir hún í raun á
safiú mismunandi minninga um hðna tíð sem búið er tdl í nútímanum.
Eins og Guðmundur Hálfdanarson bendir á í grein sinni um sam-
eiginlegt minni og þátt þess í tilvist íslenskrar þjóðar, þá er sagan ekki
fortíðin sjálf, heldur er hún ákveðin mynd af henni sem er endursköpuð
í gegnum minningar.10
Með hvaða hætti tengist minnið þá fornleifafræðinni? Jú, tengslin eru
skýr, því það sem fomleifafræðingurinn gerir er að grafa í nútímanum
upp hinar ýmsu gerðir minna úr fortíðinni; einstaklingsbundin, söguleg,
sameiginleg eða félagsleg minni. Innan fomleifafiræðinnar er algengast
að tala um félagslegt minni, auk hins sameiginlega, einkum vegna við-
fangsefna greinarinnar sem oftast snúast um fortíðina og löngu horfin
samfélög, en aðrar skilgreiningar á minninu koma vissulega oft við sögu
innan hennar.
Ekki má þó gleyma kjarna málsins sem er sá að fornleifafræðingurinn
glímir við fortíðina á forsendum nútímans. Uppgreftir em síður en svo
lausir við áhrif frá samtímanum hverju sinni og þar með kennilegum
undirstöðum greinarinnar, en hvorttveggja hefor sín áhrif á sköpun,
mótun og gerð minnisins. Ganga verður út frá því að fomleifarnar hafi
sjálfar orðið fyrir margvíslegum áhrifum áður en þær em grafnar upp,
bæði undir yfirborðinu og eins ofan á því með breytingum þjóðfélagsins
sem þær síðar tilheyra.
Kennilegar nndirstöður fornleifafræöinnar
Fomleifafræði hefur þá sérstöðu meðal hugvísindagreina að grunnvinna
hennar fer venjulega fram á opnum vettvangi. Margir hafa talið að
fomleifarannsóknir snúist um það að leita eftir týndum vemleika eða
brotum úr sögunni, afhjúpa fornar byggingar og gripi, og bjarga því sem
bjargað verður inn á söfh. En fræðigreinin hefur að sjálfsögðu byggst allt
frá upphafi á rótgróinni en síbreytilegri kennilegri hugmyndafræði, rétt
eins og allar aðrar fræðigreinar.
10 Guðmundur Hálfdanarson, „Sameiginlegar minningar og tilvist íslenskrar þjóðar“,
bls. 312.
55