Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2004, Page 58
STETNUNN KRISTJÁNSDÓTTIR
Lengi framan af snerist fomleifafræðin einmitt um söfhun fomgripa
og það að færa sönnur á - eða afsanna - tilvist ákveðinna staða, persóna
eða jafnvel þjóðfélagshópa. Evrópsk fornleifaffæði tók síðan algjörum
stakkaskiptum upp úr miðri síðustu öld og hin svokallaða „nýja fom-
leifafræði“ leit dagsins ljós sem fljótt þróaðist í það sem kallað er
prósessiialismi eða virknihyggja í íslenskri þýðingu.
Rétt er að geta þess að sambærileg byltingarkennd þróun, eins og sú
sem hér er lýst, varð um svipað leyti í mörgum öðrum greinum húman-
ískra ffæða - líkja má virknihyggjunni við módemisma í öðrum ífæði-
greinum, og á níunda og tíunda áratugnum fæddu þessar stefnur af sér
póstprósessualisma (sem hér er nefndur síðvirknihyggja) og póst-
módernisma. Oft er þó litdð svo á að munurinn á þessum meimur -ismum
sé lítill sem enginn og nærtækara væri að líkja þeim við tvær hliðar á sarna
peningnum.
Fomleifafræðingurinn Matthew Johnson er einn þeirra fomleifa-
ffæðinga sem lýst hefur samspili síðvirknihyggju og póstmódemisma.
Þessar stefnur eiga það sameiginlegt að leggja áherslu á margbreytileika
í rannsóknum en hann hefur orðið til þess að má út landamæri
fræðigreina. Um leið hafa opnast nýjar aðferðafræðilegar leiðir til að
nálgast viðfangsefnin. En með þessu var líka lagður grunnur að
aðgreiningu síðvirknihyggju og póstmódernisma, einkum vegna
áþreifanlegra viðfangsefna fornleifafræðinnar. Báðar stefhumar snem
samtímis baki við pósitívisma, sem var ein af grunnstoðum virknihyggj-
unnar, og kom afstæðishyggjan í stað hans. Náttúrlegum skýringum var
að mestu hafnað og litið svo á að ekkert eitt sé sannara en annað og engin
ein túlkun væri réttust.11
Með aðferðum nýju fornleifaffæðinnar, virknihyggjunnar (prósessual-
ismd) og pósitívismans var rannsóknarferlið í stuttu máli byggt þannig
upp að gert var ráð fyrir að fornleifaffæðingar settu fram tilgátu.
Tilgátan var síðan sönnuð eða afsönnuð með uppgrefti í einstökum tdl-
fellum, sem unnið var úr með aðstoð tölffæðinnar, vísindalegum grein-
ingum og samanburðarrannsóknum. Fornleifaffæði virknihyggjunnar
snerist því um leitina að ákveðnu þróunarferli sögunnar. Vegna hinna
pósitívísku áhrifa var jafhffamt gerð meiri krafa til uppgraftartækni, eða
aðferðafræði, en nokkm sinni áður og hafa margir fornleifafræðingar
11 Matthew Johnson, Archaeological Theory. An Introduction. Oxford: Blackwell
Publishing 1999, bls. 166 o.áfr.
5*5