Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2004, Page 59
SAMEIGINLEGT OG FÉLAGSLEGT MINNI
upp frá því lagt sitt af mörkum við að frrrna og kynna hina „réttu“ tækni
til að geta hagað leitinni að sannleika fortíðar sem best.12
Sú uppgraftartækni, sem margir pósitívísku fornleifafræðingarnir og
fylgismenn virknihyggjurmar kynntu í ritum sínum eftir að nýja
fornleifafræðin ruddi sér til rúms, byggir á þeirri reglu að grafa skuh án
þess að nokkurri túlkun sé beitt á uppgraftarstað. Gengið var út ffá því
að allir uppgreftir skyldu gerðir án nokkurrar huglægni, því mikilvægast
væri að útiloka allar túlkanir rannsakandans meðan á uppgreftinum
sjálfum stæði til að hægt væri að nálgast hina „réttu“ niðurstöðu. Skrá
varð öll uppgrafin gögn á stöðluð eyðublöð, þ.e. jarðlög, sýni, gripi og
fleira, svo takmarka mætti af fremsta megni huglægni og áhrif rannsak-
andans á niðurstöður. Æskilegast þótti að sömu aðferðinni væri beitt alls
staðar og að allar skýrslur htu eins út, svo samanburður væri mögulegur.13
Samkvæmt hinni hreinræktuðu pósitívísku virknihyggju geta
fomleifafræðingar í raun ekki rarmsakað mannlegt atferli, heldur em
fornar rústdr, gripir og bein í þeirra augum aðeins dauðir hlutir fandnir í
fyrirfram mótuðu löngu horfnu umhverfi.14 En einmitt þessu hefur verið
andmælt og bent á þann aragrúa af steingerðum skýrslum sem
virknihyggjan skilaði af sér. Umræðan fór nú í æ meira mæli að snúast
um það hver þessi fortíð væri sem grafin er upp og hvort hún verði
nokkuð uppgötvuð þó fundin verði hin rétta tækni eða grafið nógu
djúpt.15
Vegna vaxandi andstöðu við virknhyggjuna leit síðvirknihyggja dagsins
ljós og hefur á undanförnum áratugum markað djúp spor í forn-
leifafræðina, þó sérstaklega í Evrópu. Með henni tók kennileg hug-
myndafræði fornleifafræðinnar fyrst og fremst mið af hinu huglæga,
túlkuninni og hinu einstaka, staðnum og stundinni, skilningnum á
sögunni, í stað hins sögulega ferhs sem virknihyggjan hafði tekið mið
af.16 Nú áttu fornleifafræðingar að fást við túlkun atburða og mannlegs
atferlis sem finna mátti í fornleifunum í stað þess að skrá gripi og minjar
í sögulegu þróunarferli eða leitast við að fylla upp í tiltekna heildarmynd.
12 Sama rit, bls. 22-30 og bls. 36.
13 Sjá t.d. Philip Barker, Techniques of Archaeological Excavation. (Þriðja útgáfa,
endurbætt og auldn). London og New York: Routledge 1993, bls. 159 o.áfr.
14 Matthew Johnson, Archaeological Theory, bls. 39.
15 Ian Hodder, The Archaeological Process. An lntroduction. Oxford: Blackwell Publishing
1999, bls. 1, 156 ; Matthew Johnson, Archaeological Theory, bls. 98.
16 Matthew Johnson, Archaeological Theory, bls. 101 o.áfr.
57