Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2004, Side 60
STEINUNN KRISTJÁNSDÓTTIR
Segja má að virknihyggjan sé boðberi hins sögulega minnis en
síðvirknihyggjan fremur hins sameiginlega og félagslega.
Með póstmódernískum áhrifum á síðvirknihyggju í seinni tíð hafa
viðhorf einsögunnar jafaframt fengið aukið vægi á kostnað stór-
sögunnar, (microarchaeology í stað macroarchaeologý) líkt og gerst hefar í
sagnfræði.17 I stað þess að skýra til dæmis þróun íslenskrar húsagerðar
með því að draga fram ákveðnar húsagerðir sem mikilvæga hlekki eða
vörður í þróunarsögunni, er hvert hús skoðað sem ein heildarmynd með
eigin sögu. Jafaframt hefar rannsóknum í auknum rnæli verið beint að
hinu smáa og sérstaka frekar en að hinu almenna. Innan síðvirkni-
hyggjunnar var sem fyrr segir lögð áhersla á að uppgröfturinn væri
þverfaglegur, með tilliti til þess að kenningar rannsakenda, þekking
þeirra, reynsla og samskipti hafi óumflýjanleg áhrif á útkomu rann-
sóknarinnar, auk þess sem túlkunin eigi að eiga sér stað strax á vettvangi
og muni í raun aldrei taka enda.
Þrátt fyrir að áhrif síðvirknihyggju á fornleifaffæðina hafi dvínað að
einhverju marki nú allra síðustu ár með tilkomu nýrri viðhorfa, er enn
litið svo á að túlkunin geti verið síbreytileg og án landamæra einkum
vegna þess að hið huglæga mat rannsakandans verður ekki umflúið.
Fornleifafræðin skilar í raun af sér aðeins nýjum skilningi á fortíðinni,
skilningi sem fornleifafræðingurinn túlkar út frá þeim efaivið sem harrn
hefar úr að moða hverju sinni en út frá sínum eigin forsendum í
nútíðinni. Stóra spurningin er í raun og veru sú hvers fortíð við erum að
grafa upp hverju sinni? Er hún fortíð þeirra sem bjuggu og lifðu fyrrum
þar sem grafið er, eða okkar eigin fortíð eins og hún birtist okkur í dag?
Við sem vinnum að fornleifarannsóknum um þessar mundir, hvort
sem það er við uppgröft eða ritstörf, erum í raun og veru öll að fást við
atburði og mannlegt atferli úr fortíðinni en ekki bara dauða hluti, rústir,
bein og ryðgaða nagla. Hlutverk fornleifafræðingsins er að fjarlægja jarð-
veginn ofan af fornleifanum og lesa úr þeim hinar ýmsu gerðir rninna úr
fortíðinni í nútímanum. Þekkt er líking síðvirknihyggjumannsins Ians
17 Sjá t.d. Fredrik Fahlander, Archaeology as science fiction. A microarchaeology ofthe un-
known. Gotarc Serie C, no. 43. Gothenburg: Department of Archaeology 2001;
Fredrik Fahlander, The Materiality of Serial Practice. A Microarchaeology of Burial.
Gotarc Serie B, no. 23. Gothenburg: Department of Archaeology 2003; Sigurður
Gylfi Magnússon, „The Singularization of History; Social Hrstory and the Macro-
history within the Postmodern State of Knowledge." Journal of Social History 36
(2003), bls. 701-735.
58