Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2004, Page 62
STEINUNN KRISTJÁNSDÓTTIR
var á fyrr í þessari grein. Hún er áunnin en ekki eðlislæg, byggist á
tilfinningum manna frekar en náttúrlegum skýringum. Anthony
Giddens lýsir þjóðemisvitundinni sem kerfi tákna eða minna, sem
saman færa manninum þá tilfinningu að hann tilheyri tilteknu pólitísku
samfélagi.21 Minni era því nauðsynleg til skilnings á því hvað það er sem
sameinar þjóð innbyrðis og greinir hana frá öðrum þjóðum og hjálpar
hverjum og einum að skilgreina sjálfan sig í eigin samfélagi. Minningar
þjóða eru þó fjarri því að vera einfalt fyrirbrigði vegna þess að oft er um
að ræða sameiginlegar minningar fjölda fólks sem í fljótu bragði virðist
eiga mjög ólíka fortíð. Guðmundur Hálfdanarson sagnfræðingur bendir
t.d. á að það sem sameinar þjóð eru sameiginlegar minningar ákveðins
hóps um eigin lífsbaráttu í aldanna rás. Það eru ekki líffræðilegar heildir,
kynferði eða stéttir eða manneskjan sjálf sem skapar hið sameiginlega
minni heldur byggist það á samkennd og sjálfsvitund ákveðins hóps
fólks.22
Fyrir örfáum árum fór fram björgunarappgröftur við Aðalstræti í
Reykjavík, þar sem bær Ingólfs Arnarsonar var bókstaflega pantaður og
grafinn upp, þó svo aldrei verði vitað hvort hann bjó þar eða hvort hann
hafi yfirleitt nokkurn tíma verið tdl. Ingólfur er einungis sameiginlegt
minni okkar um velheppnað landnám Islands. Þarna var verið að
viðhalda og endurskapa félagslegt minni um fyrsta landnemann á Islandi,
samkvæmt skráðri sögu Islendinga. Aftur á móti var ákveðið skömmu
síðar að hliðra til og breyta teikningum bygginga svo hægt yrði að sneiða
hjá fyrirsjáanlegum björgunaruppgrefti óþekkts landnámsbæjar undir
álversstæðinu í Reyðarfirði, því enginn hagur virtist í því að tengja hann
sögu íslands eða nýta við ferðaþjónustu og líklega henta best að minnast
hans alls ekki. Bær Ingólfs þótti aftur á móti heppilegur til staðfestingar
á sögu Islands og falla vel að ramma menningartengdrar ferðaþjónustu.
Ein hugsanleg útgáfa af nokkram grunnformum hans var því varðveitt í
þeim tilgangi að innlendir og erlendir gestdr gætu barið upphafsreit
íslenskrar þjóðar augum. Sömu sögu má segja tun bæinn Stöng í Þjórs-
árdal sem endurreistur var fyrir um þremur áratugum og hefur verið
viðhaldið sem minni íslenskrar húsagerðar á þjóðveldisöld, þrátt fyrir að
rannsóknir sýni að údit hans hafi verið allt annað en endurgerðin gefar
21 Anthony Giddens, The Constitiition of Society: Outline of the Theory of Structuration.
Cambridge: Polity Press 1984, bls. 112 o. áfr.
22 Guðmundur Hálfdanarson, Islenska þjóðríkið, uppruni og endimörk, bls. 175 o. áfr.
6o