Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2004, Side 63
SAMEIGINLEGT OG FÉLAGSLEGT MINNI
til kynna. Aldur hans er jafhframt mjög umdeildur.23 Annað sambærilegt
dæmi um sköpun sameiginlegs minnis er beinamálið svokallaða þegar
bein Jónasar Hallgrímssonar voru flutt til Islands og grafin í
Þingvallakirkjugarði.24
Ahrif minnismerkisins koma því ekki síður frá fræðimanninum sjálfum
en viðfangsefninu og tilganginum að baki gerð þess. Minjarnar sem við
gröfum upp eru því minni sem verður til í núinu. Rústárnar eða gripimir
sjálfir segja okkur ekkert um fortíðina vegna þess að fortíðin er liðin.
Fom mannvirki verða eins konar „staðir minninga“ sem leika mismtm-
andi hlutverk á mismunandi tímum í takt við þjóðfélagsþróunina.25
Hinar 5000 ára gömlu, hringlaga risahleðslur á Suður-Englandi, sem
neíndar eru Stonehenge, og aðrar sambærilegar, em gott dæmi um sbkt.
Líklega hafa þær ekki sömu merkingu í dag og þær höfðu þegar þær vom
reistar. Fomleifafræðingurixm Tore Artelius hefur bent á með rann-
sóknum sínum að ekki aðeins í dag séu fornir staðir eða minningarmörk
nýtt aftur í trúarlegum, félagslegum eða pólitískum tilgangi, heldur hafi
það líklega alltaf verið gert. Hann tekur m.a. grafreit frá járnöld á
Hallandi í sunnanverðri Svíþjóð sem dæmi en hann er staðsettur við
áberandi minnismerki úr steini við grafir frá bronsöld.26 Sambærileg
dæmi um endumotkun staða minninga hafa verið rannsökuð víðar, s.s. á
hinni fomu Krít. Fjölmörg skýr merki hafa fundist um það að Grikkir
hafi endumýtt mínóískar rústir (frá bronsöld, um 3400-1200 f. Kr.) á
fýrri hluta járnaldar (1000 f.Kr.-300 e.Kr.) í þeim tilgangi að upphefja
glæsta fortíð sína. Endurvakning þessi er sérstaklega tengd við
höfðingjastéttir á Krít og talin hafa tengst pólitískum markmiðum
þeirra.27
Það sem gerir minnismerki að minnismerki er því ekki endilega
sýnileikinn, stærðin eða óbreytanleikinn, heldur er það minnið sem gerir
minnismerkið að því sem það er. Og minni okkar um fortíðina gerir að
23 Sjá t.d. VILhjálmur Örn Vilhjálmsson, „Gárd og kirke pá Stöng i Þjórsárdalur.“ Nord-
sjoev - Handel, religion ogpolitikk. Karmoyseminaret 94/95, 1996, bls. 119-139.
24 Sjá t.d. Jón Karl Helgason, Ferbalok. Svarta línan (ritröð). Reykjavík: Bjartur 2003.
25 Sbr. Pierre Nora, „Between Memory and History“.
26 Tore Artelius, Bortglömda fórestallningar. Begravningsritual och begravningsplats i
hallandsk yngre jiimdlder. Riksantikvarieámbetets arkeologiska undersökmngar
skrifter 36 og Gotarc Series B, Gothenburg Archaeological Theses 15. Gauta-
borgarháskóli og Riksantikvarieámbetet 2000, bls. 168-174.
Mieke Prent, „Glories of the Past in the Past: Ritual Activities at Palatial Ruins in
Early Iron Age Crete.“, bls. 82 o.áfr.
27