Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2004, Page 65
SAMEIGINLEGT OG FELAGSLEGT MINNI
fletti sverðinum ofan af minningum okkar um fortíð íslendinga, um sátt
og samstöðu, tdl að efla sjálfsmynd þjóðarinnar á tímum alþjóðavæðingar.
I greinargerðinni segir einmitt að markmiðið með átakinu sé fyrst og
fremst að stuðla að heilbrigðri og sterkri sjálfsmynd einstaklinga og
þjóðar".31
Aflar rannsóknir eru, hver á sinn hátt, af hinu góða en spumingin er
engu að síður sú hvort tilgangur og markmið sjóðsins kunni að ganga
gegn kennilegri hugmyndafræði fomleifaffæðinnar. Hér er fornleifa-
fræðinni ætlað að grafa upp hina „réttu“ fortíð, grafa upp þekkta staði úr
stórsögunni og skapa minni tengt henni í þeim tilgangi að viðhalda
sameiginlegri ímynd okkar sem Islendinga. Góðu minningamar, og
sögulegu minnin sem búin em til úr þeim, endurspegla hina æskilegu
þjóð - þá sem á að hafa verið til í fortíðinni. Fortíðin er m.ö.o. í höndum
fornleifafræðingsins sem ætlað er að sanna sögu og tilvist þjóðarinnar
með uppgrefti á söguffægustu stöðum landsins og bæta við hana þeim
upplýsingum sem á vantar.
Fomleifaffæðin mun ekki koma með neinar lausnir eða nákvæm svör
við spurningum okkar um fortíðina, hvorki nú né síðar. Hún er ein-
faldlega fræðigrein sem afhjúpar ekki liðinn raunvemleika, heldur er
henni ætlað að auka skflning okkar á hinum ýmsu þáttum sögunnar. Líta
ber á hverja túlkun fyrir sig sem greinandi tillögu um viðfangsefhið sem
síðan verður fylgt áffam með öðram greinandi tillögum og túflomum -
engin túlkun er réttari en önnur og gátumar era aldrei leystar í eitt skipti
fýrir öll.32 í heimi síðvirknihyggjunnar sækist fornleifafræðin ekki eftir
viðbótum við stórsöguna, nokkuð sem pósitívíska virknihyggjan lifði og
þreifst á fyrmm, því stórsagan er oft á tíðum einungis saga hinna
æskilegu minna.
Lokaorð
Hið sameiginlega og félagslega minni er óstöðugt en er haldið gangandi
með ýmiss konar áherslum, t.d. stefnu stjórnvalda, niðurstöðum
fræðimannsins, ríkjandi þjóðemisstefnu, eða jafnvel þjóðermsvitundinm.
31 Sama heimild.
32 Ian Hodder, The Archaeological Process, bls. 57; Fredrik Fahlander, Archaeology as
sciencefiction, bls. 103.
ó3