Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2004, Síða 66
STEINUNN KRISTJÁNSDÓTTIR
Hægt er að búa til, móta eða endurgera sögulega minnið í sínum marg-
breytilegu birtingarformum samkvæmt þeim minningmn, einstaklings-
bundnum, sameiginlegum eða félagslegmn, sem skapaðar eru mn \'ið-
fangsefnið af þeim sem hafa til þess vald.
Máttur minniiiga er mikill. Valdhafar þekkja ntikilvægi þeirra, eins og
sjá má á tilurð Þjóðmenningarhúss, heimastjórnaraímælum, útgáfn
forsætisráðherrabókarinnar, eða upphafningu Þing\ralla sem hjarta
Islands, svo eitthvað sé nefnt. Það sama gildir um stofnun Kristnihátíðar-
sjóðs. Af lögum um hann og greinargerðum má ráða að þess sé vænst að
rannsóknir, unnar fyrir fjármagn úr sjóðnum, skili tilteknmn niður-
stöðum í samræmi við þá mynd sem sögulega minnið hefúr varðveitt.
Með stofnun hans eru valdhafar í raun að stíga inn á svið forn-
leifafræðinnar og beina rannsóknum á tiltekna staði í þeim tilgangi að
skapa og endurnýja sameiginleg og félagsleg minni um sögufræga staði,
rétt eins og Grikkir forðum sem nýttu sér mínóískar minjar til að styrkja
vald sitt.
Fornleifafræðina er vissulega hægt að nota til þess að skapa og
endurnýja félagsleg minni eða viðhalda þeim sameiginlegu í sam-
tímanmn, eins og dæmin sanna. I gegnum Kristnihátíðarsjóð er fortíðin
notuð til að skapa og endurnýja bæði félagsleg og sameiginleg mimii í
samtímanum um glæsta fortíð, sættir og samstöðu á mikilvægum
tímamótum. Jörðin geymir þó einnig leifar ranglætis, ósættis, sundiung-
ar og átaka, sem okkur ber að minnast. Síðvirknihyggjan og afsprengi
hennar geta unnið gegn því að yfirvöld nýti sér fræðigreinina í eigin þágu
en ekki er síður mikilvægt að fræðimennirnir sjálfir misnoti ekki vald sitt.
Það gæti gengið af greininni dauðri.
Það skal þó undirstrikað hér hversu mikilvægt það er að stutt skuli við
bakið á rannsóknum innan greinarinnar, eins og Kristnihátíðarsjóðm
gerir. Bundnar eru miklar vonir við að sjóðurinn muni bæta þekkingu á
sviði fornleifafræði, því vissulega er brýn þörf fyrir frekari rannsóknir
innan hennar, á fræðigreininni sjálfri, og á hlutverki hennar í þjóð-
félaginu. Hér verður jaíhframt að hafa í huga að það er alveg sama hversu
mörgum púslbitum við söfnum í púsluspil stórsögunnar - hin eina sanna
saga er ekki til og verður aldrei. Sú saga sem fornleifafræðingurinn
grefur upp er ekki fortíðin sjálf, heldur er hún rétt eins og allar sögur um
fortíðina ekki annað en tilraun til að endurskapa hana.
64