Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2004, Page 73
STAÐA ÍSLENSKRAR FORNLEIFAFRÆÐI
leifafræði hefar íyrst og fremst komið úr þessari átt. Á síðustu tuttugn
árum hafa nýjar aðferðir, nýjar hugmyndir og tilgátur, nánast eingöngu
orðið til í siíkum nemendarannsóknum. Þær eru hins vegar ekki margar
og fyrir utan harðar deilur um tímasemingu landnámsins um 1990 hefur
lítil ffæðileg umræða verið um álitamál í íslenskri fomleifafræði. Ef nýjar
hugmyndir koma ffarn vekja þær yfirleitt ekki mikil viðbrögð, hvorki
meðal fomleifafræðinga né annarra.
Onnur nýleg uppspretta fjármögnunar í fornleifarannsóknum era
verktaka- eða ráðgjafarannsóknir, langoftast björgunamppgreftir vegna
ffamkvæmda. Við rannsóknir af þessu tagi hefur fornleifafræðingurinn
lítfið sem ekkert um það að segja hvar er grafið eða hversu mikið, og
niðurstöðumar ná sjaldnast mikilli útbreiðslu.
Þriðja uppspretta fjármögnunar eftir 1980 er opinbert fé, bæði frá ríki
og sveitarfélögum, einkum Reykjavíkurborg. Jafnvel þar sem tilefhi
rannsóknanna er að framkvæmdir ógni fornleifum, hafa fjárframlögin
verið réttlætt með því að um merkilega sögustaði sé að ræða. Þetta á við
um uppgröft ríkissjóðs á Bessastöðum 1986-96 og uppgrefti borgarsjóðs
í Viðey 1986-94 og í Aðalstræti 2001-2003. Það segir talsvert um afstöðu
þárveitingavaldsins til þessara rannsókna að ekki hefur fengist þármagn
til að ganga ffá uppgröftunum í Viðey og Bessastöðum til útgáfu.
Tilgangur minnisvarðafomleifafræði er öðmm þræði, í sumum tilfellum
eingöngu, að sýnast vera að rannsaka. Frá sjónarhóh stjórnmálamann-
anna er það oft nóg að fjármunum hafi verið eytt, að myndir hafi birst í
blöðum af framkvæmdtun í gangi, helst með þeim sjálfum í forgranni.
Niðurstöðurnar era hreinlega aukaatriði nema eitthvað þeim mun
æsilegra finnist og þá er yfirleitt auðveldara að fá fé til að byggja tilgátu-
hús eða safn en að ganga frá rannsókninni til fræðilegrar útgáfu.
Síðustu 15 árin eða svo hefur það mjög færst í vöxt að einstaka fom-
leifauppgreftdr á sögustöðum séu sjálfstæðir liðir á fjárlögum (t.d.
Reykholt og Hlíðarendi). Hátindi hefur þessi þróun náð með stofnun
Krismihátíðarsjóðs 2001 en hlutverk hans er m.a. „að kosta fornleifa-
rannsóknir á helstu sögustöðum þjóðarinnar, m.a. á Þingvöllum, í Skál-
holti og á Hólum“ (lög nr. 12/2001, 2. gr. b). Þótt fornleifafræðingar hafi
áram saman barist fyrir meira fjármagni til fornleifarannsókna held ég að
óhætt sé að segja að framkvæði að stofnun sjóðsins og skilgreining
viðfangsefna hans komi frá stjórnmálamönnum. Það sýnir sterka stöðu
íslenskrar fornleifafræði að stjórnmálamenn okkar fái slíkar hugmyndir
71