Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2004, Page 74
ORRIVESTEINSSON
og telji slík verkefni þóknanleg kjósendum. Krismihátíðarsjóður er hins
vegar líka til marks um veikleika íslenskrar fornleifafræði.
I fyrsta lagi er áhersla sjóðsins alfarið á sögustaði, þ.e.a.s. staði sem
taldir eru mikilvægir fyrir þjóðarsöguna á grundvelli ritheimilda. Með
því er verið að segja: „Við viljum vita sem mest um það sem við vitum
mikið um, en sem minnst um það sem við vimm ekkert um.“ Markmiðið
er ekki að afla nýrrar þekkingar eða að fá nýja sýn á fortíðina heldur að
viðhalda þeirri sýn sem við erum þegar búin að koma okkur upp. Ef
fornleifafræðingar hefðu haft algerlega frjálst val um rannsóknastaði er
ég ekki í nokkrum vafa um að þeir hefðu orðið aðrir og annars konar en
þeir sem nú er verið að grafa á. Að þessu leyti a.m.k. býr íslensk forn-
leifafræði því við forsjá leikmanna um rannsóknarefhi, og þó að á því séu
jákvæðar hliðar, hlýtur það líka að vera áhyggjuefhi fyrir ffæðigreinina.
Skipulag Krismihátíðarsjóðs sýnir sama veikleika ffá öðru sjónarhomi.
Enginn fornleifafræðingur tekur þátt í úthlutunum sjóðsins, fornleifa-
fræðinga er hvorki að finna í sjóðsstjórn né verkefhisstjórn um fornleifa-
rannsóknir. Þó að í báðum nefndum séu fræðimenn hafa þeir túlkað
hlutverk sitt þannig að þeir hafa ekki látáð fagleg sjónarmið ráða um
úthlumn úr sjóðnum heldur talið sér skylt að fylgja anda laganna og deila
fénu sem jafnast á rannsóknaraðila, landshluta og sögustaði, án tillits til
hæfni umsækjenda eða rannsóknamarkmiða. Sjóðsstjórnin hefur sýnt
staðfesm í þessum viðhorfum og í fjórgang úthlutað nánast sömu upp-
hæðum til allra verkefhanna, þrátt fyrir að augljós gæðamunur sé á þeim.
Sami veikleiki fræðigreinarinnar kemur ffam í nýlegri skipun stjórnar
Fornleifasjóðs en þar er heldur enginn starfandi fornleifaffæðingur
meðal nefndarmanna og sjást þess glögg merki á úthlutunum sjóðsins.
Vandi íslenskrar fornleifafræði 1. Hin fræöilega leti
Það er auðvelt að hneykslast á stjórnmálamönnum eða skammast út í
nefndarmenn, sem auðvitað eru allir að reyna að gera sitt besta. Þeir eru
ekki vandamálið, heldur einkenni þess og það er ekki á færi annarra en
okkar, íslenskra fornleifaffæðinga, að leysa það.
Astæðan fýrir því að við höfum jafh litla forsjá fyrir rannsóknum á
ffæðasviði okkar og raun ber vimi er að mínu viti tvíþætt:
I fyrsta lagi höfum við ekki tekið ffumkvæði í því að koma af stað
umræðu um fornleifafræði sem nær út fýrir raðir okkar sjálfra. Islenskur
72