Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2004, Page 82
GUÐMUNDUR HEEÐAR FRIMANNSSON
n
Með fullri virðingu fyrir lögum og lögfræði þá hljóta grunnrökin þMr
tjáningarfrelsinu að vera heimspekileg - siðferðileg fremur en lögfræði-
leg. Astæðan fyrir þessu er einföld. Lögfræði fæst við að skýra og greina
lög, sáttmála og stjómarskrár og aðrar þær réttarheimildir sem við eiga.
Þegar lögspekmgar deila um ólíkan skilning á lögum eða stjómarskrá þá
hljóta endanleg rök í málinu að vera kennivaldsrök eða afbrigði af þeim:
Annað hvort er vísað til annarra laga, stjórnarskrár eða æðri sáttmála til
að skera úr um lagaskýringu eða túlkun. Lagatúlkunin má ekki ganga
þvert gegn lagatextanum sem hún á að skýra. Þótt lög séu sjálfstæður
veruleiki þá em þau ekki óháð öðrum hlutum mannlegs veruleika. \uð
virðum ekki tjáningarfrelsisreglu vegna þess eins að hún er tjáningar-
frelsisregla heldur vegna þess að hún stuðlar að því að móta mann-
eskjulegt, líívænlegt og gott samfélag. Hún styðst því á endanum við
siðferðileg rök. Það veikir siðferðileg rök vísi þau til kennivalds: Þau geta
ekki höfðað til þess sem ekki viðurkennir kennivaldið. Þau verða að vera
almenn, helst þannig að alhr geti fallist á forsendur þeirra. Eg einbeiti
mér að siðferðilegum rökum fyrir tjáningarfrelsi.
Tjáningarfrelsið er iðulega rökstutt með því að það stuðh að því að
sannleikurinn komi í ljós í hverju máli, það eyði ranghugmyndum, sé
nauðsynlegur þáttur lýðræðis og ekld er alltaf haft fyrir því að útskýra hvað
í þessum atriðum felst. Allt em þetta prýðilegar ástæður en þær em þess
eðlis að fjalla þarf nokkuð um þær og skýra til að maður átti sig fyllilega á
hvað þær þýða nákvæmlega. Ég hyggst skoða mær klassískar málsvarnir
tjáningarfrelsisins. Onnur er eftir þýska heimspekinginn Immanuel Kant
(1724-1804) í ritgerð hans „Svar við spurningunni: Hvað er upplýsing?"6
Hin er í ritinu Frelsið efdr enska heimspekinginn John Stuart Mill (1806-
1873).' I báðum þessum ritum em borin fram rök fyrir hugsunarfrelsi og
málfrelsi eða með öðrum orðum fyrir tjáningarfrelsi.
lmmanuel Kant
Kant leitast við í ritgerð sinni að gera grein fyrir forsendum upplýsing-
arinnar, þeirrar miklu hreyfingar í andlegu lífí átjándu aldarinnar. Upp-
6 Immanuel Kant. 1784/1993. „Svar við spurningunni: Hvað er upplýsing?", Skímir,
167 haust. (Elna Katrín Jónsdóttir og Anna Þorsteinsdóttir þýddu), bls. 379-387.
7 John StuartMill. 1859/1970. Frelsið. Hið íslenzka bókmenntafélag, Reykjavík.
8o