Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2004, Page 85
TJAMNGARFRELSIÐ: FORSENDUR OG ROKSTUÐNINGUR
gremarmunur á athöfimm sem varða aðra og varða marrn sjálfan er
grundvallaratriði í kenningu Alills. Til að skýra hann frekar þá er rétt að
nefna dæmi: Dæmigerð athöfn sem varðar aðra fyrst og ffemst er kaup
og sala, dæmigerð athöfn sem varðar mann sjálfan fyrst og fremst er að
fá sér vínglas. Ef tjáning fellur í flokk athahaa sem varða aðra og hags-
muni þeirra þá er eðhlegt að sá sem lætur í ljós skoðtm sína beri ábyrgð
á orðum sínum. En nú er tjáning sérstaks eðhs, skoðun manns er ekki
sams konar hlutur og eign og tjáning hennar er athöfn sem hefur nokkra
sérstöðu. Skoðanir hvers og eins á hverju sem er eru mikilvægur hluti
persónunnar. Adð höfum skoðanir á öllu milli himins og jarðar og okkur
er heimilt bæði að hafa þær, tjá þær og taka við þeim þegar við búum við
tjáningarffelsi. Ef skoðanimar era á persónunni sjálfri og hennar eigin
hfi varðar tjáning þeirra fyrst og fremst hana sjálfa en séu þær skoðanir á
öðrum persónum eða athöfhum þeirra þá varða þær aðra. Tjáning þeirra
skoðana er ekki einkamál heldur varðar aðra fyrst og fremst. En ef svo er
hafa yfirvöld þá eða ættu þau að hafa rýmri rétt til að takmarka tjáningar-
ffelsið en við eigum nú að venjast? Það er ein spuming sem vaknar í ljósi
þeirra sjónarmiða sem Mill heldur fram. En hvað segir hann sjálfur? A
einum stað í bókinni segir hann:
Þótt gervallt mannkyn, að einum ffátöldum, væri sömu skoðunar og
aðeins þessi eini á öndverðum meiði, þá hefði mannkynið engu meiri
rétt til að þagga niður í honum en hann til að þagga niður í því, væri
það í hans valdi. Ef skoðun mairns væri einkaeign og öðrum mönnum
einskis virði og eigandanum einum til meins að vera vamað skoðunar
sinnar, þá skipti máh, hvort einungis fáir væm beittir slíkum órétti eða
fjöldi manna. En skoðanir era ekki einkaeign. Ef skoðun er meinað
að njóta sín, þá er gervallt mannkynið rænt eign sinni.8
Það er ýmislegt eftirtektarvert í þessum orðum Mills. Það mikilvæg-
asta er að hann lítur svo á að skoðanir séu ekki einkaeign og mannkyn
eigi mikið undir því að skoðanir fái óhindrað að koma fram. Hann virðist
líta svo á að skoðanir séu eign almennings og það séu hagsmunir almenn-
ings að skoðanir komi ffam óhindrað og skoðanaskipti eigi sér stað án
þess að menn þurfi að óttast það að þeim verði refsað fyrir skoðanir sínar
nema að svo miklu leyti sem þær skaða aðra.
8 John Stuart Mill. Frelsið, bls. 54.
83