Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2004, Page 86
GUÐMUNDUR HEIÐAR FRÍMANNSSON
Samk\7æmt kenningu Mills og í huga flestra frjálslyndra stjórnspekinga
er skaði eða tjón annars gild ástæða fyrir því að takmarka tjáningarfrelsið
rétt eins og annað frelsi. Skaði í þessu samhengi getur verið af ymsu tagi.
Hann gæti verið líkamlegt tjón, eignatjón og mannorðsmissir. Önnur
gild ástæða til að takmarka tjáningarfrelsi getur verið hneykslun eða
móðgun sem verknaður eða athöfh kann að valda. Hér er ekki um að
ræða líkamlegt tjón, eignatjón eða eitthvað af því tagi heldur hafa orð eða
athafhir eins þau áhrif á annan að honum mislíkar, honum líður illa eða
að honum og þtd sem honum er heilagt er sýnd vanvirðing. \dð skulum
nefna ástæðu af þessu tagi meingerð sem getur verið ólögmæt að vissum
skilyrðum uppfylltum. Sumir frjálsl}tndir stjórnspekingar líta svo á að
skaði eða tjón sé eina gilda ástæða til að takmarka frelsi fólks. Aðrir telja
að bæði tjón og meingerð séu mögulegar ástæður sem hægt er að nota til
að rökstyðja takmarkanir á tjáningarfrelsi og öðru frelsi.0 Mill Hrðist
sjálfur þeirrar skoðunar að valdsvið samfélagsins }dir einstaklingnum sé
bundið við það þegar aðrir eru skaðaðir eða þeim er búin hætta á skaða
eða tjóni. Hann segir: „I sem fæstum orðum: hvenær sem öðrum ein-
staklingi eða almenningi er bakað tjón eða búin hætta á tjóni, ber að beita
reglum siðferðis og laga. Að öðru leyti er hver einstaklingur frjáls.“10
Um skoðanir gildir að þær geta verið sannar, ósannar eða sambland af
þessu tvennu. Mill skoðar hvert tilvik fyrir sig og veltir fyrir sér hvort
ekki kunni að vera réttlætanlegt að banna skoðanir í þessum flokkum.
1. Ef banna á skoðun sem er rétt virðist nokkuð ljóst að sá hópur sem
stendur fyrir því glatar aðgangi að sannindum sem geta skipt miklu
máli. Ef yfirvöld taka sér það vald að banna tiltekna skoðun og hún
er rétt þá byggist bannið á því að menn telja sig vita betur. Raunar
9 Sjájoel Feinberg. 1984. Tbe Moral Limits ofthe Criminal Law. Vol. 1 Harm to Others.
New York, Oxford University Press, ogjoel Feinberg. 1985. TheMoral Limitsofthe
Criminal Law. Vol. 2 Ojfense to Others. New York, Oxford University Press. Þessar
tvær bækur eru fyrstu tvö bindi í fjögurra binda verki um mörk laga í ffjálslyndri
samfélagsskipan. Eins og nöfnin gefa til kynna fjallar fyrsta bindið um skaða og
annað bindið um móðgun eða hneykslun sem ég legg til að nefnd verði meingerð.
Feinberg er þeirrar skoðunar að meingerð geti verið gild ástæða þess að takmarka
frelsi. En það er ekki sama hvers eðlis meingerðin er. Hugtakið ólögmæt meingerð
kemur fyrir í 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993 þar sem kveðið er á um að heimilt sé
að dæma mann til að greiða miskabætur sem ber ábyrgð á ólögmætri meingerð gegn
ffelsi, friði, æru eða persónu annars manns. Ingibjörg Elíasdóttir lögffæðingur og
aðjúnkt við Háskólann á Akureyri benti mér á þetta atriði í skaðabótalögum.
10 John StuartMill. Frelsið, bls. 150.
84