Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2004, Page 89
TJÁNINGARFRELSIÐ: FORSENDUR OG RÖKSTUÐNINGUR
þetta hvor með símim hætti. Hvorugur þeirra notar lýðræði til að rök-
styðja tjáningarfrelsið og einungis Mill telur líklegt að tjáningarfrelsið
leiði til þess að sannleikurinn komi í ljós í hverju máh og með því móti
dragi úr ranghugmyndum. En hvemig er rétt að draga fram meginatriðin
og fella saman?
Það er ástæða til að staldra fyrst við hugmynd Kants um sjálfræði. Hann
orðar það svo að hlutverk upplýsingarinnar sé að losa mennina úr viðjum
ósjálfræðis og að sjálfræðið fehst í að nota eigið hyggjuvit án handleiðslu
annarra. Það er augljóst af orðum hans að hann telur ekki að almenningur
á síðari hluta átjándu aldar í Þýskalandi sé fylhlega sjálfráður gerða sinna.
Astæðan virðist fyrst og fremst vera sú að ekki hafi verið viðurkennd sú
regla að menn gætu rætt á almennum vettvangi um hugðarefni sín án þess
að þurfa að óttast refsingu ríkis eða kirkju. Hann þakkar að vísu Friðriki
mikla fyrir að hafa innleitt þá skipan að menn ræddu saman en hlýddu sem
hann taldi að kæmi heim og saman við greiningu sína á einkavettvangi og
opinberum en Kant þurfd sjálfur að glíma við ritskoðarann eftir daga
Friðriks mikla. Það virðist einnig mega skilja Kant svo, að keisarinn heimih
óheftar rökræður en taki þó allar ákvarðanir og þeim beri að hlýða óháð
því hvort um er að ræða ákvarðanir sem falla undir einkasvið eða opinbert.
Sú skipan sem hann var að færa rök fyrir var ekki komin á þegar hann
skrifaði fyrir rúmum tvöhundruð árum og þess vegna ekki hægt að gera ráð
fyrir því að menn hefðu notið ávaxtanna af frjálsræðinu, þ.e. sjálfræðisins.
Nú höfum við notið tjáningarfrelsisins í rúmlega hundrað ár í þessu landi
og sama á við um lönd og þjóðir í norðanverðri Evrópu og Norður-
Ameriku og víðar. Það er því hklegra að við sem þessi lönd byggjum
njótum sjálfræðis, séum frjáls að því að hugsa og segja það sem við viljum
án handleiðslu annarra og höfum vanist því að geta velt fyrir okkur ólíkum
möguleikum og kostum í hverjum vanda.
En hvað er sjálfræði? Hugmynd nútímans um sjálfræði felst í því að
vera laus undan innri og ytri hömlum og geta valið skynsamlega á milli
kosta.12 Til að fá fulla sýn yfir hugtakið þyrfd að gera grein fyrir höml-
12 Prýðileg lýsing er á þessum hugmyndum í bókj. Feinbergs. 1986. The Moral Limits
to Criminal Law. Vol. 3 Harm to Self. New York, Oxford University Press. Kaflar 18
og 19, bls. 27-97. Aíslensku má finna umfjöllun um sjálfræði í grein Sigurðar Knst-
inssonar. 1999. „Sjálfræði, löngun og skynsemi.“ I Jón A. Kalmansson (ritstj.) Hvers
er siðfrœðin megnug? Siðfræðistofnun, Háskólaútgáfan, Reykjavík, og grein Guð-
mundar Heiðars Frímannssonar. 1993. „Sjálfræðishugtakið.“ I Róbert H. Haralds-
son (ritstj.) Erindi siðfræðinnar. Rannsóknastofnun í siðfræði, Reykjavík.
87