Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2004, Page 90
GUÐMUNDUR HEEÐAR FRIMANNSSON
unum og skynseminni. Dæmi um innri hömlur eru veikindi á borð við
geðsýki eða að vera undir áhrifum lyfja og dæmi um ytri hömlur eru
reglur sem banna tilteknar skoðanir að viðlögðum refsingum, eða hótanir
um slæmar afleiðingar af því að láta tilteknar skoðanir í ljós. Skynsenu í
þessu samhengi er að geta tekið ákvarðanir út frá langtíma eiginhags-
munum og rökstutt skoðanir sínar þannig að þær séu öðrum skiljanlegar
eða þyki sennilegar. Mill hefði sennilega orðað þetta þannig að skynsemi
væri það að geta valið á milli kosta í eigin lífí í ljósi eigin eðhs og
hagsmuna. Hugmynd Kants um sjálfræði var ofurlítið öðruvísi en hún
felst í möguleika mannlegrar skynsemi á að velja megimeglur sem velta
ekki á framandlegum, jafnvel annarlegum, forsendum og eru algildar.13
Eg tel ekki þörf á að skýra sjálfræðishugtakið frekar til að varpa ljósi á
hlutverk þess í þessari greinargerð fýrir tjáningarfrelsinu.
IV
Það eru sennilega einhverjir mikilsverðustu hagsmmúr manneskjunnar
að njóta sjálfræðis. Tjáningarffelsi er mikilvægasta leiðin til að ná því
takmarki. Það er því óhjákvæmilega mikilvægt að tjáningarfrelsi ríki í
samfélagi. En hvað felur það nákvæmlega í sér að tjáningarffelsi ríki?
Islenska stjómarskráin lýsir því ágætlega: menn em ffjálsir skoðana
sinna, þeir em frjálsir að láta skoðanir sínar í Ijós, að tjá þær, en þeir
verða að ábyrgjast þær fýrir dómi. Ritskoðun má aldrei leiða í lög. Það er
ástæða til að staldra við þessi atriði.
Hvað felst í því að vera ffjáls eigin skoðana? Það verður að segjast eins
og er að það er ekki sérlega mikið. Það er til dæmis algerlega merk-
ingarlaust að meina mönnum að hafa eigin skoðanir og jafnvel kristin
kirkja sem áminnir krisma menn og konm um að þau geti drýgt hug-
renningarsyndir gerir sér grein fyrir að hver manneskja gemr ekki stjómað
hugsunum sínum þótt þær geti tamið sér hugarfar. Lengra verðm ekki
gengið. Það segir því ekki mikið að menn séu ffjálsir skoðana sinna.
Frjálsræði til tjáningar eigin skoðana, að afla sér upplýsinga og hafa
13 Sjá Immanuel Kant. 1785/2003. GrundvoUur að fnimspeki siðlegrar breytni. (Guð-
mundur Heiðar Frímannsson þýddi.) Reykjavík, Hið íslenska bókmenntafélag. bls.
179-180. Onora O’Neill skýrir hvernig sjálffæðishugtak Kants er öðruvísi en
hugmyndir núumamanna sem þeir fella undir sama hugtak í ritgerðinni
„Autonomy: The Emperor’s New Clothes“ í Proceedings of the Aristotelian Society,
Supplementary Volume LXXXVTI, 2003, bls. 1-22.
88