Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2004, Page 105
UNDIR HÆLUM ATHAFNAMANNA
fyrirheit duga skammt þegar verkin tala öðru máli. Ég mun huga sér-
staklega að friðun landsvæða, þar sem þau mál hafa verið í brennidepli að
undanfömu.3 Auk þess em þær spurningar sem vakna í sambandi við
friðun landsvæða einkar lýsandi fyrir varnarstöðuhugmyndina um friðun
og raunar almennt fyrir hugmyndir um náttúmvernd og framfarir í
íslenskum samtíma.
Byrjum á tveimur stöðum uppi á hálendi Islands. Á síðustu missemm
hafa komið frarn háværar kröfur um friðun tveggja landsvæða. Annað
svæðið, Þjórsárver, er reyndar þegar friðað og búið að vera það síðan
1981,4 hitt svæðið, það svæði sem fer undir vatn og sandfok vegna Kára-
hnjúkavirkjunar, er ekki friðað nema að hluta. I báðum þessum tilvikum
hafa vaknað spumingar um það hverjar séu forsendur ffiðunar, hvernig
eðlilegt sé að draga mörk friðlanda og hvað það feli í sér að friðlýsa til-
tekið landsvæði. I þessari umræðu virðist útgangspunkturinn vera eftir-
farandi spuming:
Hvers vegna skyldum við taka fram fýrir hendumar á athafna-
mönnum og stórfýrirtækjum sem vilja nýta auðlindir náttúrunnar
með því að friða tiltekin landsvæði?
Þessi spuming leggur áherslu á tvennt, (i) að friðun tekur fram fýrir
hendurnar á athafhamönnum eða stórfýrirtækjum, og (ii) að ffiðunin
felur í sér að tilteknar auðlindir náttúrunnar era ekki nýttar. Það er ein-
kennandi fýrir varnarstöðuhugmyndina um friðun að líta á þessa
spurningu sem útgangspiinkt. I sem stystu máh mætti segja að varnar-
stöðuhugmyndin um friðun byggi á þeirri hugsun að jafnan sé æskilegt
að framkvæma sé það á annað borð mögulegt. Friðun felur því í raun í sér
óeðhlegt ástand, hún felur í sér ffávik frá eðlilegu og sjálfsögðu ástandi.5
Samkvæmt vamarstöðuhugmyndinni um ffiðun vakna eðhlega tvær
spumingar þegar taka þarf afstöðu til þess hvort friða eigi tiltekið landsvæði:
3 Friðun landsvæða verður raunar ekki skilin frá friðun plantna og dýra þar sem friðun
landsvæða byggir oft á því að þar eru fágætar plöntur eða mikilvæg búsvæði dýra, t.d.
fúgla. Gagnrýni á fýrirhugaðar framkvæmdir við Kárahnjúka byggist m.a. á því að þegar
Hálslón fyllist munu merkilegar vistgerðir spillast, einkum svokallaðar sífferarústir.
4 Þjórsárver hafa að auki verið ffiðuð samkvæmt Ramsarsáttmálanum um vemdun
votlendis síðan 1990. Það vakna því ekki einungis spumingar um íslensk ffiðunarlög
í þessu sambandi, heldur einnig um skuldbindingar Islands á alþjóðavettvangi.
5 Ef til vill mætti bera friðun saman við sekt í réttarfarslegum skilningi. Það er
grundvallarregla réttarkerfisins að allir em saklausir uns sekt er sönnuð. Litrið er á
io3