Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2004, Page 106
ÓLAFUR PÁLL JÓNSSON
Verður ekki komist hjá þth að friða landsvæðið? Höfum við sem
þjóð e£ni á friðuninni, þ.e. höfrim við efiu á að takmarka aðgang að
þeim auðlindum sem er að finna á landsvæðinu eða í næsta nágrenni
þess?
Sumstaðar hagar svo til að engum verulegum auðlindum er „fómað“ á
meðan vemdargildið er augljóst. I slíkum tilvikum er seinni spumingunni
auðveldlega svarað með jákvæðum hætti. Þetta á t.d. \ið um þjóðgarðinn í
Skaftafelh. Þar em takmarkaðir virkjanamöguleikar og landið hentar ekki
vel til nútíma búskapar, en á móti kemur að náttúrufegurð er með
eindæmum mikil, gróður fjölbreyttur og jarðmjmdanir margvíslegar.
Sömu sögu er að segja um stækkun þjóðgarðsins niður á Skeiðarársand og
stofmrn Vamajökulsþjóðgarðs, að því gefhu að sá þjóðgarður teygi sig ekki
langt út fyrir ísröndina.6 Að þessu leyti nrðist þjóðgarðurinn í Skaftafelh
vera dæmigerður fyrir þjóðgarða og ffiðlönd á Norðurlöndum.
Stærsti hluti friðuðu svæðanna á norðurslóðum samanstendur af ís,
fjöllum ofan skógarmarka eða skógum með hda ffamleiðni, sem Kk-
lega er skýringin á því af hverju svo stór svæði hafa verið tekin ffá til
náttúruvemdar - árekstrar við fjárhagslega hagsmuni em tiltölulega
fáir.7
Yfirleitt er spurningunum tveimur að ofan þó ekki auðsvarað; við gætmn
komist hjá því að friða tiltekið svæði og ffiðun svæðisins fæli í sér að við
tækjum ffam fyrir hendumar á viljugum athafhamönnum. Þegar þannig
háttar til verður vamarstöðuhugmyndin um ffiðun að dragbíti eðlilegrar
náttúmverndar. Þetta kemur ffam með sláandi hætti í meðferð um-
hverfisráðuneytisins á tihögum Umhverfisstofhunar um náttúmverndar-
áætiun eins og eftirfarandi myndir sýna. A mynd 1 sjáum við tillögur
Umhverfisstofhtmar, á mynd 2 em tillögur ráðuneytisins.
sakleysi sem eðfifegt ástand en sekt sem ffávik ffá hinu eðlifega sem krefst sérstakrar
sönnunar.
6 Nýlegar hugmyndir umhverfisráðuneytisins gera ráð fyrir að þjóðgarðurinn í
Skaffafelh verði stækkaður þannig að hann taki til um 57% af Vatnajökli auk
Lakagígasvæðisins. Þetta eru lofsverðar hugmyndir, en það vekur jafnifamt athvgli
að stækkaður þjóðgarður mun ekki ná yfir nein svæði sem stafar ógn af
fyrirhuguðum ffamkt'æmdum. Frá sjónarhóh náttúruvemdar hefur þessi stækkun þvd
einungis táknrænt gildi.
Claes Bernes, Heimskautasvæði Norðurlanda: Osnortið, ofnýtt, tnengað?, Norræna
ráðherranefhdin 1996, bls. 224-225.
104