Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2004, Page 108
ÓLAFUR PÁLL JÓNSSON
Sajhahugmyndin um friöun
Varnarstöðuhugmyndin um friðun tengist annarri hugmynd um friðun
sem ég kalla safnahugmyndina. Þetta er sú hugmynd að með friðun sé
verið að búa til einhvers konar safngripi. Til þess að það sé ómaksins vert
að búa til safhgrip þarf gripurinn að vera fágætur, auk þess að vera
fallegur eða sérstæður og helst ekki til annarra hluta nytsamlegur. Dæmi
skýrir þetta betur. Gömul dráttarvél verður ekki að safngrip fyrr en
bóndinn hefur keypt sér nýja dráttarvél. Framan af er það notagildið sem
skiptir mestu máli, atvinnusögulegt gildi (sem í þessu tilviki felur í sér
verndargildi) verður fyrst ráðandi um örlög dráttarvélarinnar þegar
notagildið er orðið hverfandi. Það er raunar oft svo að við sjáuni hrein-
lega ekki verndargildi hlutarins, t.d. atvinnusögulegt gildi gamallar drátt-
arvélar, fyrr en notagildi hennar hefur rýrnað. Við sjáum ekki verndar-
gildið fyrir notagildinu.
Annað sem skiptir máli í þessu sambandi er að safngripir eni gjarnan
einhvers konar munaður. Við söfnum ekki hlutum vegna þess að okkur
er lífsnauðsynlegt að safna þeim, heldur vegna þess að við höfuin tíma
aflögu og efni á því. Hinn raunsæi segir: „Fyrst er að vinna fyrir saltd í
grautinn, svo má halda til haga og dytta að gömlum hlutum.“
Þegar kemur að friðun náttúrunnar er staðan sumpart svipuð. A
meðan landsvæði hefur ótvírætt notagildi, t.d. fyrir uppistöðulón, sjáum
við oft ekki verndargildið. Og jafnvel eftir að við höfum komið auga á
verndargildið þá er það sett skör lægra en notagildið. Meðal þess sem
ljær náttúrunni verndargildi, hvort heldur um er að ræða gróin svæði eða
jarðmyndanir, er fegurð þeirra eða sérstaða. En jafnvel þótt sú staðreynd
að tiltekið svæði sé ósnortið geri það sérstakt, þá hefur sú sérstaða ekki
dugað sem rök fyrir því að svæðið hafi nógu mikið verndargildi til að það
takmarki ffamkvæmdir á svæðinu.8 Verndargildið er viðurkennt en það
er léttvægt fundið andspænis hefðbundnu notagildi.
Eg hef stillt verndargildi upp andspænis notagildi en í því felst viss
afbökun. Á síðustu árum og áratugum hafa ferðamenn sótt í auknum
mæli í ósnorma náttúru. Af þessum sökum er augljóst að verndargildi og
notagildi fara að verulegu leyti saman; þ.e. friðun tiltekinna landsvæða
8 Þetta kemur skýrt fram í úrskurði umhverfisráðherra vegna Kárahnjúkavirkjunar.
Þar er viðurkennt að svæði með hátt verndargildi glatist, en sú staðreynd hafði engin
sýnileg áhrif á niðurstöðu ráðherra eins og ég rek að neðan.
IOÓ