Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2004, Síða 112
ÓLAFUR PÁLL JÓNSSON
Þau svæði sem verða fyrir töluverðri röskun eru eftirfarandi og
verður hér vísað til númera viðkomandi svæða í náttúruminjaskrá:
Snæfell, Vestur-Oræfi, Hafrahvammagljúfur (615); Eyjabakkar
(616); Finnsstaðanes og Egilsstaðanes (647); Eylendið í Jökulsárhlíð
(639); Húsey (648); Votlendi og sandar í Hjaltastaðarþinghá og
Hjaltastaðaásar (605).11
í úrskurðinum er einnig að finna lýsingu á verndargildi þeirra svæða sem
tapast eða skerðast.
Að mati ráðuneytisins hefur komið í ljós við rannsóknir vegna fyrir-
hugaðrar framkvæmdar að verndargildi á svæði nr. 615 á náttúru-
minjaskrá þ.e. Snæfell, Vestur-Öræfi, Hafrahvammagljúfur er hátt.
Þá er það mat ráðuneytisins að svæðin þrjú við Héraðsflóa,
Eylendið í Jökulsárhlíð, Húsey og votlendi og sandar í Hjalta-
staðarþinghá og Hjaltastaðaásar nr. 639, 648 og 605 á náttúru-
minjaskrá ásamt Finnsstaðanesi og Egilsstaðanesi hafi hátt
verndargildi, einkum vegna fjölskrúðugs fuglalífs og fjölbreyttra
gróskumikilla gróðurlenda. Auk þess mun fjórðungur af hinu
friðlýsta svæði Kringilsárrana fara undir Hálslón og þarf því að
koma til leyfi Náttúruverndar ríkisins verði af ffamkvæmdum, sbr.
1. mgr. 38. gr. náttúruverndarlaga, nr. 44/1999. Ekki felst í þessu
ákvæði skilyrðislaust bann við framkvæmdum á friðlýstum svæðum.
En hvaða ályktun skyldi nú dregin af þessu öllu saman? Hvaða máli skiptir
það að tiltekin svæði eru á náttúruminjaskrá og að þau hafa hátt vemdar-
gildi? Þessu er svarað á næstu blaðsíðu í úrskurði umhverfisráðherra.
Við umfjöllun ráðuneytisins um áhrif framkvæmdarinnar á
náttúruverndarsvæði hefur ekkert komið fram sem bendir til þess að
fyrirhuguð ffamkvæmd fari í bága við lög, reglur eða alþjóða-
samninga og því sé ekki tilefni til vegna þeirra áhrifa að leggjast gegn
ffamkvæmdinni.12 (Leturbreyting ÓPJ)
11 „Úrskurður", Umhverfisráðuneytið, 20. desember 2001, (UMH01080004/10-02-
0601), bls. 99. Úrskurðinn má nálgast á heimasíðu ráðuneytisins á http://radu-
neyti.is/interpro/umh/umh.nsf/Files/karahnjukaurskurdur/$file/karahnjukar.pdf
(Skoðað 21. október 2003).
12 „Úrskurður", Umhverfisráðuneytið, 20. desember 2001, (UMH01080004/10-02-
0601), bls. 100.
IIO