Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2004, Blaðsíða 116
OLAFUR PALL JONSSON
myndina. Ástæðan er sú að þær gera ráð fyrir yfirvofandi ógn, en friðun
hvort heldur landsvæða eða lífvera ættá ekki að gera ráð fyvir shkri ógn.
Það ætti að vera fullkomlega eðhlegt að friða svæði eða hfverur jafnvel
þótt engin ógn steðji að þeim. Þess vegna verður útgangspunktur frið-
unar að vera almennari.
Eg hygg að tvenns konar spumingar ættu að liggja umræðu um friðun
til grundvahar: I fyrra lagi spurningar um hvaða ástæður gefi tilefiú til
friðunar, og í seinna lagi spurningar um hvað friðun hafi í för með sér -
hver sé tilgangurinn með friðun. Þótt spumingamar séu tengdar, þá
verður þeim ekki endilega svarað báðum í einu. Við sjáum þetta ef við
hugum að öðm spumingapari: Hvaða ástæður gefa tilefni til þess að fólk
giftir sig? og Hvað hefur gifting í för með sér? Svar við fyrri spurn-
ingunni gæti verið að ást gefi tilefni til þess að fólk gifti sig. Þetta er ekki
eina ástæðan, en þessi ástæða er gjarnan talin góð og gild. En hvað heftu-
gifting í för með sér? Meðal annars að fólk getur talið saman fram til
skatts. Að geta talið saman fram til skatts hefur lítið með ástina að gera
og því þarf þessi afleiðing tiltekinnar giftingar ekki að vera í neinum
beinum tengslum við ástæðuna fyrir giftingunni.
En hvað em almennt góðar ástæður fyrir friðun? Þessi spuming er í
raun spuming um gildi eða verðmæti: Hvers konar gildi eða verðmæti
gefa tilefni til þess að friða landsvæði? Við getum skipt shkum gildum í
nokkra flokka: (i) Hagfræðilegt gildi, (ii) vistfræðilegt gildi, (iii) jarð-
fræðilegt gildi, (iv) afþreyingargildi, (v) fagurfræðilegt og menningarlegt
gildi og (vi) tilvistargildi. Eg ætla að segja nokkur orð um hð (i), (ii) og
(vi), án þess þó að reyna að gera ítarlega grein fyrir þeim.
Hagfræðilegt gildi
Arið 1997 birtist grein í tímaritinu Nature eftir Robert Constanza og
fleiri18 þar sem gerð er tilraun til að meta til fjár þá þjónustu sem vistkerfi
heimsins veita okkur mannfólkinu. Niðurstaða greinarhöfunda er að
verðmæti þessarar þjónustu sé 33.268.000.000.000 bandaríkjadala á ári.
Þetta em u.þ.b. 10.000 föld fjárlög íslenska ríkisins.
jafnréttislögin séu ekki tekin alvarlega. Af þessu má ráða að það er takmarkaður
ávinningur í því að fá lög samþykkt á Alþingi, hinn raunverulegi ávinningur felst í
því að lögin séu teldn alvarlega.
Robert Constanza o.fl., „The value of the world’s ecosystem services and natural
capital“, Natiire, Vol. 387, 15. maí 1997, bls. 253-260.
18