Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2004, Page 117
UNDIR HÆLUM ATHAFNAMANNA
Hvað segir þessi tala okkur? Hún segir okkur t.d. að vistkerfi
heimsins, eins og það er og óháð því hvernig við getum umbreytt því í
hefðbundnar auðlindir, er gífurlega verðmæt auðlind sem við erum þegar
að nota. Sérhver hluti vistkerfisins tekur þátt í að inna þessa þjónustu af
hendi sem aftur þýðir að þegar við göngum á vistkerfið, t.d. með því að
eyðileggja hluta þess með miðlunarlóni, þá verðum við að reikna til
kostnaðar þá þjónustu sem tapast. Það er ekki bara hægt að segja að
tiltekinn fórnarkostnaður sé óhjákvæmilegur án þess að hann komi fram
sem neikvæð stærð í arðsemisútreikningum framkvæmdarinnar. Sú
staðreynd að vistkerfi heimsins veitir okkur þjónustu sem er gífurlega
verðmæt gefur okkur þannig hagfræðilega ástæðu til að viðhalda þessu
vistkerfi.
Fyrir utan það verðmæti vistkerfisins sem lesa má út úr þessum tölum,
þá gæti tiltekið landsvæði verið sérstaklega verðmætt, t.d. sem útivistar-
svæði. Það land sem fer undir Hálslón er þess konar land. Náttúrufegurð
þess er ótvíræð, auk þess sem það er mjög sérstakt að ýmsu öðru leyti:
það tilheyrir stærsta ósnortna landsvæði í Evrópu, þarna eru stærstu
samfelldu gróðursvæði í 600 m hæð á hálendi Islands, þama em merkar
minjar frá fýrri jökulskeiðum, og þannig mætti lengi telja. Þessi sérstaða
svæðisins, sem kann að skipta hagfræðilega litlu máli ein og sér, getur -
og hefur nú þegar - breyst í hagfræðilega mikilvæga þætti þar sem eftir-
spum eftir ósnortnum víðemum er mikil og mun fara vaxandi, auk þess
sem svæði eins og það sem glatast vegna Hálslóns skiptir máli fýrir
ímynd Islands, sem aftur skiptir máli á erlendum mörkuðum.
Vistfræðilegt gildi
Snúum okkur þá að vistfræðilegum ástæðum friðunar. Þessar ástæður em
sumpart vel þekktar. Ef dýrategund er í útrýmingarhættu, þá þykir
sjálfsagt að friða hana. Fyrstu íslensku friðunarlögin vora einmitt lög um
friðun hafamarins árið 1913. Að baki friðun lífvera í útrýmingarhættu
býr sú hugmynd að líffræðileg fjölbreytni sé mikils virði. En hvers vegna
skyldi líffræðileg fjölbreytni vera mikils virði? Varðar hún kannski sanna
hagsmuni manna? Það er alls ekki ljóst að svarið við seinni spurningunni
sé jákvætt. Það gæti eflaust þjónað margvíslegum hagsmunum mann-
fólksins ef hafeminum yrði endanlega útrýmt.
Við getum nálgast spurninguna um það hvers vegna við eigum að
stuðla að líffræðilegri fjölbreytni út frá siðferðilegum forsendum og