Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2004, Síða 120
ÓLAFUR PÁLL JÓNSSON
meira á milli handanna. Það gæti verið eðlilegt að víkka út hugtaláð um
velferð þannig að aukinn frítími þýði meiri velferð. Og enn gætum við
víkkað hugtakið út og htið svo á að aukið öryggi, t.d. í formi sjúkra-
trygginga, þýði meiri velferð. Hvort tveggja virðist búa að baki
hugtakinu þegar við tölum t.d. um velferðarþjóðfélag eða velferðarkerfi.
En hvernig geta þá hlutir, sem hafa engin áhrif á velferð okkar í
þessum skilningi, skipt nokkru minnsta máli? Er það ekki einfaldlega
misskilningur að það sem ekki eykur velferð okkar geti haft jákvætt gildi
fýrir okkur? Málið er ekki alveg jaín einfalt og þessar spurningar gefa í
skyn. Tökum dæmi úr annarri átt. Segjum sem svo að það hafi verið sýnt
fram á að við hefðum það betra ef við afsöluðum sjálfstæði okkar til
Dana. Launin myndu hækka, verðlagið lækka og heilbrigðiskerfið batna.
Eiginlega yrði flest hagstæðara nema kannski veðrið. Hefðum við þá sýnt
fram á að sjálfstæði Islands hefði ekkert jákvætt gildi? Við hefðum
kannski sýnt fram á að sjálfstæðið hefði ekkert jákvætt efnahagslegt gildi,
og jafhvel ekkert velferðargildi. En samt sem áður er ekkert órökrétt Hð
það að segja: „Ef ísland væri orðið hluti af Danmörku þá skiptu hærri
laun, lægra vöruverð og betra heilbrigðiskerfi mig engu máli.“ Afram-
haldandi sjálfstæði Islands hefði þá ekkert jákvætt efhahagslegt gildi -
kannski mætti segja að sjálfstæði landsins hefði ekkert jákvætt vel-
ferðargildi - en það hefði samt sem áður ótvírætt gildi. I raun er það
einhvers konar forsenda þess að margvíslegir aðrir hlutir hafi gildi fýrir
mig. Við getum þá sagt að sjálfstæði Islands hafi tilvistargildi.23
F}7rir mörgum hefur ósnortin náttúra rilvistargildi í þessum sldlningi.
Náttúran er mikilvægur þáttur í sjálfsmynd margra Islendinga. Fyrir aðra
skiptir náttúran ekki slíku máli, kannski eru það Þingholtin, eða menning-
ararfurinn. Sjálfsmynd fólks er jafhan ofin úr ólíkum þáttum og hverjir
þessir þætrir eru nákvæmlega er oft tilviljunum háð. Þó held ég að tvennt
skipti þar meira máh en flest annað, menningin og mnhverfið. Og það vill
þanrng til hér á íslandi, ólíkt því sem er suður í Evrópu, að umhverfið er
að verulegu leyti h'tt snortin náttúra. Vemdun umhverfisins, sem oft þýðir
friðun landsvæða, varðar því djúpstæðusm hagsmuni fólks, og þegar þessir
hagsmunir em látnir í ljósi með því að ósnortin náttúra hafi tilvistargildi,
þá er alls ekki við hæfi að blása á slíkt sem órökvísan tilfinningabríma.
23 Með vísun í hugmyndir Amartya Sen að ofan mætti kannski segja að þótt sjálfstæði
landsins hefði ekkert gildi fyrir okkur sem þolendur þá hefði það ótvírætt gildi fyrir
okkur sem gerendur.