Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2004, Page 121
UNDIR HÆLUM ATHAFNAMANNA
Ég hef nú fjallað stuttlega um þrenns konar ástæður fyrir friðun
landsvæða og lífvera: friðun getur verið efnahagslega mikilvæg, vist-
fræðilega getur hún skipt miklu máli og ósnortin - eða óspillt - náttúra
getur haft tilvistargildi og varðar djúpstæðustu gildi margra einstakhnga.
Hvað hefiir friðun ífo'r meö sér?
Áður en lengra er haldið er vert að gera greinarmun á tveimur hugtökum
sem oft er slegið saman: friðun og vemd. Stundum hefur heyrst að það
þurfi að steypa upp Kolbeinsey svo hún brotni ekki niður með til-
heyrandi hættu á að íslensk efiiahagslögsaga skreppi saman. Þetta eru
hugmyndir um vemdun Kolbeinseyjar, það á að vernda hana fyrir ágangi
sjávar, en þetta em alls ekki hugmyndir um friðun. Almennt má segja að
vemdun geti fahð í sér inngrip manna á meðan firiðun felur frekar í sér
aðgerðaleysi. Munurinn á friðun og verndun verður e.t.v. skýrari ef við
hugum að vemdun og friðun tiltekinna lífvera. Verndun æðarfugls kann
að fela í sér veiðibann auk markvissrar refa-, minka- og mávaveiði, á
meðan friðun fæh fyrst og ffemst í sér veiðibann. I tilviki æðarfuglsins
felur vemdun því í sér mun víðtækari aðgerðir en einber friðun. Verndun
þarf þó ekki alltaf að fela í sér víðtækari aðgerðir en friðun. I ýmsum
tilvikum kann vemdun tiltekinnar tegundar, t.d. rjúpunnar, að samrým-
ast takmarkaðri veiði á meðan friðun tegundarinnar fæli í sér algert
veiðibann. Það mætti e.t.v. lýsa íslenska kvótakerfinu sem umfangsmestu
fisknerTJí/Ærtilraun sem reynd hefur verið við Island en að kalla
kvótakerfið tilraun til friðunar væri algert rangnefhi.
Almennt má segja að friðtm þýði að verndargildi er sett ofar hugsan-
legu nytjagildi.24 Verndargildi ósnortinna landsvæða, eins og Þjórsárvera
eða Kringilsárrana, ræðst yfirleitt fyrst og fremst af vistffæðilegu gildi
svæðisins. I tilviki Þingvalla byggist verndargildið allt í senn á
vistfræðilegum, jarðffæðilegum og menningarsögulegum forsendum. I
tilviki margvíslegra jarðmyndana ræðst verndargildi e.t.v. af jarðfræði-
24 Þetta er að vísu ekki einhlítt. I Kringilsárrana hefur notagildi svæðisins borið
vemdargildið ofurhði. Þessi veika staða friðunar er ekld bundin við Island, í
Skandinavíu hafa friðlönd og þjóðgarðar verið skert með virkjunum og námum, og
þjóðgarðurinn á Norðaustur-Grænlandi hefur einungis að takmörkuðu leyti verið
undanþeginn nýtingu. (Sjá Claes Bemes, Heimskautasvæði Norðurlanda: Osnortið,
ofnýtt, mengað?, Norræna ráðherranefhdin 1996, bls. 224.)