Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2004, Page 123
UNDIR HÆLUM ATHAFNAMANNA
eins og það að taka hversdagslegan hlut og stilla honum upp til sýningar
á hstasaíni hefur fyrir viðkomandi hlut. Allt í einu lítum við hlutinn
nýjum augum, hann birtist okkur ekki lengur sem einbert tæki til að ná
tilteknu markmiði heldur blasir við okkur hlutur sem er sérstæður,
kannski fallegur, kannski ljótur, en umfram allt sérstakur; hlutur sem þarf
ekki á ytri merkimiðum að halda til að vera skapandi viðfang hugsunar
og skynjunar. I slíkum tilvikum öðlast hið friðaða svæði fagurfræðilegt
gildi sem ekki var til staðar áður en svæðið var ffiðað. Þetta fagur-
fræðilega gildi er síðan lykillirm að ákveðnu menntunargildi sem friðlönd
hafa. Maðurinn drottnar sannarlega yfir borgarumhverfi sínu; þar vitnar
allt um hagleik hans. I slíku umhverfi er auðvelt að gleyma því að þrátt
fyrir allt erum við hluti af náttúrunni og til að lifa af í þessum heimi er
okkur nauðsynlegt að gera okkur grein fyrir þessu. En hvernig eigum við
að gera okkur grein fyrir þessu þegar umhverfi okkar hverfist um
mannlegar þarfir? Hér held ég að friðlönd og þjóðgarðar skipti verulegu
máli. SKk svæði hafa menntunargildi sem ekki verður endurskapað í
bókum eða sjónvarpsþáttum. Menntunargildi þeirra er fólgið í því að á
slíkum svæðum víkja mannlegar þarfir fyrir náttúru svæðanna; þar fær
náttúran að njóta sín sem sjálfstæður veruleiki, ekki bara sem tæki til að
þjóna hagsmunum manna.
Þótt þetta fagurfræðilega hlutverk friðaðra svæða skipti miklu máli, þá
er það sjaldnast fullgild ástæða friðunar. Það tilheyrir því sem friðun
hefur í för með sér frekar en að það sé forsenda friðunar. Forsendur
friðunar eru fyrst og fremst vistfræðilegar, jarðfræðilegar og menningar-
sögulegar. Kjarninn í safhahugmyndinni um friðun byggist á því að slá
þessu tvennu saman. Samkvæmt safhahugmyndinni er mikilsverðasta
tilefni friðunar að búa til safngripi.
Sambúð manns og náttúru
Við lifum á tímum þar sem náttúran hefur að verulegu leyd vikið fyrir
manngerðu umhverfi.26 Við lifum líka á tímum náttúrupíningar þar sem
stöðugt er reynt á þolmörk náttúrunnar. A slíkum tímum er spurningin:
Hvemig getum við lifað vel í sátt við náttúruna? ekki bara forvimileg
spuming fyrir fræðimenn, hún er knýjandi spuming fyrir alla og ætti að
26 Sjá m.a. bók Páls Skúlasonar, Umhverfing, Háskólaútgáfan 1998, og Olafur Páll
Jónsson, (20.4.2002) „Hvað er umhverfi?“ Vísindavefurinn, http://visindavefur.hi.is/
svar.asp?id=2324 (Skoðað 21. október 2003).
121