Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2004, Page 128
ÞROSTUR HELGASON
sprottin af evrópskri skáldskaparfræði rómantíska tímabilsins. Og
sennilega er alveg sama hvaða hugmynd íslenskra hugvísindamanna við
myndum nefna, hún hefur að öllum líkindum orðið til í samræðu við
erlenda hugsun ef hún er ekki beinlínis þýdd og staðfærð úr erlendu
máli. Það eru því líklega ekki til íslensk hugvísindi í þeim skilningi að þau
hafi sprottið hér af sjálfum sér.
Gauti Kristmannsson þýðingaffæðingur hélt því fram í viðtali í Lesbók
Morgunblaðsins fyrir skömmu að þetta ætti við um flesta hluti. F.kki
aðeins bókmenntir eru þýddar á íslensku af erlendum málum, listform og
samfélagsstofnanir eru einnig þýddar, auglýsingar eru þýddar, lögin eru
þýdd og þannig mætti áfram telja. Þetta gera þjóðir til að komast upp á
sama stig og aðrar þjóðir, verða hámenningarþjóðir. „Að þýða er
samstofha orðinu þjóð. Að þýða er að vissu leyti að þjóðgera, það er
tilraun til þess að vera þjóð meðal þjóða,“ sagði Gauti.1
Þjóðir, tungumál þeirra og hugmyndalíf, þrífast því á öðrum þjóðttm.
Þó að þjóðir hafi sín sérkenni þá eiga þær ansi mikið tmdir því komið að
vera í góðum og lifandi samræðum við aðrar þjóðir. I þeim tilgangi eru
þýðingar nauðsynlegar. Hér á landi er ef að líkum lætur ekki nægur
skilningur á þessu. Oft og mörgum sinnum hefur til dæmis verið bent á
þá skammarlega litlu upphæð sem ríkið lætur renna til bókaþýðinga í
landinu. Sjö milljónir eru eins og dropi í hafið þegar litið er til þeirra
verkefna sem fýrir liggja. Og þá er ekki aðeins átt við allar þær erlendu
bókmenntár sem við eigum ekki á íslenskri tungu, en þurfum svo
nauðsynlega til þess að halda í okkur lífinu, heldur einnig þau endalausu
verkefhi sem fyrir liggja við að koma útlenskri fræðihugsun á íslenska
tungu. Ef eitthvað hrjáir íslensk hugvísindi nú um stundir er það
óbærilega lítil snerting tungunnar við erlenda hugmyndastrauma. Eins
og Gauti bendir á er fyrir vikið ekki til íslensk orðræða á mörgum
sviðum. Við lærum um ýmsar hugmyndir á erlendum málum, við skiljum
þær en við getum ekki tjáð okkur um þær á íslensku vegna þess að það
vantar texta. Hugsanlega eru til orð til að lýsa hugmyndunum en oft
skortir samkomulag um þau. Og það er ekki fyrr en orðin hafa verið
notuð í fimm til tíu útgefhum textum að það verður hugsanlega til
ákveðið samkomulag um að þau séu hluti af tungumálinu.
Guðni Elísson, dósent í almennri bókmenntafræði við Háskóla
1 Þröstur Helgason. ,Að þýða er að þjóðgera.“ Lesbók Morgunblaðsins, 25. september
2004, bls. 1.
12 6