Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2004, Page 129
AUKIN VELTA í ÍSLENSKRIFRÆÐIHUGSUN
íslands, benti á það í viðtali í Lesbók Morgiinblaðsins í desember á síðasta
ári að langflestir höfuðtextar erlendra hugvísinda hafi aðeins verið til í
endursögnum sem væru æði misjafnar að gæðum, bæði endursögnum
byggðum á frumtexta og á skýringartextum. Og Guðni bætti við: „Þegar
byggt er jafnmikið á endursögnum og við höfum gert í skrifum og
kennslu sitjum við gjaman uppi með frasakennda þekkingu á efhinu á
móðurmálinu. Ef textinn birtist okkur gerir hann það oftast í formi mis-
langra tilvitnana. Þetta veldur margvíslegum vanda. Okkur tekst aldrei
að skapa traustan fræðilegan grunn til að standa á. Margflóknir textar
eiga líka á hættu að verða einsleitir. Þeir era notaðir til þess að leiða fram
ákveðna sýn en gætu í sumum tilfellum allt eins verið notaðir til þess að
benda á andstætt sjónarhom. Það er því mikið unnið með því að eiga sem
flesta lykiltexta fræðanna í heild sinni á íslensku.“2
Margar ágætar þýðingar á erlendum grundvallarritum í hugvísindum
hafa verið gefnar út á síðustu árum, til dæmis í Lærdómsritaröð Hins
íslenska bókmenntafélags og í Atviksröðinni sem ReykjavíkurAkademían
stendur að. En það er líklega eitt af mest aðkallandi verkefuum fyrir
hugmyndahf íslenskumælandi fólks að huga betur að þýðingum og nú
hefur Háskóh Islands ýtt úr vör verkefni á þessu sviði sem lofar góðu.
Guðni Ehsson er ritstjóri nýrrar ritraðar Bókmenntafræðistofriunar
Háskóla Islands sem nefnist einfaldlega Þýðingar og er ætlað „að birta
ýmis merk fræðirit sem sætt hafa tíðindum, jafrit í samtíma okkar sem í
vestrænni menningarsögu,“ eins og Guðni segir í inngangi að fýrstu sex
bókunum sem komu út í lok síðasta árs (bls. 9). Fram kom í áðurnefndu
viðtah við Guðna að stefnt er að því að gefa út sex til átta þýðingar annað
hvert ár en vissulega veltur útgáfan á styrkveitingum. Að hverri bók
standa tveir fræðimenn, þýðandi og ritstjóri sem vinnur með
þýðandanum og ritar eða hefur umsjón með inngangi að hverri bók þar
sem verkið er sett í fræðilegt samhengi.
Fyrstu sex bækumar eru eftirtaldar: Saga kvikmyndalistarinnar eftir
David Parkinson, Tóma rýmið eftir Peter Brook, Sporar. Stílar Nietzsches
eftir Jacques Derrida, Skrifað við núllpunkt eftir Roland Barthes,
Imyndaða táknmyndin eftir Christian Metz og Stríð og kvikmyndir eftir
Paul Virilio. Allt eru þetta rit frá tuttugustu öld og segir Guðni í við-
talinu að áhersla verði lögð á það tímabil eða samtímaleg fræði. Guðni
: Þröstur Helgason. „Það hefur orðið til ný íslensk hugsun.“ Lesbók Morgunbladsins, 13.
desember 2003, bls. 4-5.
I27