Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2004, Blaðsíða 131
AUKIN VELTAIISLENSKRI FRÆÐIHUGSUN
því leyti að þær innihalda ekki harðkjamafræði af væng póstmódernista.
Barthes, Derrida, Metz og Virilio em alhr með róttækustu fulltrúum
þeirrar aðferðafræði sem kennd hefur verið við póststrúktúralisma og
kom að vissu leyti eins og mótsetning við strúktúralismann, sem stund-
um er nefndur formgerðarstefiia á íslensku, en að sumu leyti eins og
framhald af honum um og upp úr miðri síðustu öld. Margir hafa tahð
sundurleitnina eina einkenni póstmódemískra fræða og stundum - ekki
síst hér á landi - hefur söngurinn um að þau þjáist af botnlausri afstæðis-
hyggju verið býsna stíft sunginn. Hvort tveggja er að vissu leyti rétt. Hér
er ekki rúm til þess að rekja tilurð og inntak póstmódemismans rækilega
en hann er meðal annars eins konar regnhlífarhugtak yfir hugmyndir og
skrif fjölda höfunda sem hafa tekist á við það verkefni að reyna að stunda
ffæðilega greiningu eftir að þekkingin virtist hafa náð eða vera um það
bil að ná einhvers konar hámarki á ofanverðri tuttugustu öld. Nútímaleg
hugvísindi - málfræði, bókmenntaffæði, sagnffæði o.s.frv. - höfðu til að
mynda verið stunduð síðan á átjándu öld, að hluta til grundvölluð á
fomri þekkingu en fóm fyrst og ffemst ffam í krafti vísindalegrar
aðferðafræði sem byggði á nákvæmri sundurgreiningu og flokkun allra
hluta. Hvert sviðið á fætur öðra var kortlagt, allt ffá grunnbyggingu
tákna til starfsemi bridgeklúbba í gegnum tíðina. Yfirgripsmikil hugtök
á borð við ,höfundur‘, ,merking‘ og ,framfarir‘ festust í sessi og urðu að
kenmleitum á vandlega varðaðri leið fræðanna að sannleikanum um það
hvemig hlutimir væm. Nánast altæk kenningakerfi á borð við upp-
lýsinguna og marxismann stýrðu orðræðunni í ákveðna farvegi og tak-
markið - alltaf innan seilingar - var stórisannleikur, endanleg niðurstaða.
En í þessu mikla sigurverki ffæðastarfseminnar vom brotalamir. Það er
erfitt að benda á einn atburð sem leiddi þær í ljós - þær vom kannski
alltaf til staðar og hugsanlega drifkrafturinn á bak við þrotlausa vinnuna.
Friedrich Nietzsche var að mörgu leyti maðurinn sem póstmódemistar
htu til en hann réðist harkalega að grundvelli vestrænnar heimspeki-
hefðar í ritum sínum á síðari hluta nítjándu aldar með því að gagnrýna
meðal annars hugmyndir um hið heila og stöðuga sjálf, gagnsæi tákna,
orsakatengsl og sannleikann. I staðinn lagði hann áherslu á að sjónarhorn
þess sem talaði hverju sinni skipti ávallt mestu máli, það væm með
öðrum orðum engar staðreyndir til heldur aðeins túlkanir á tilteknum
kringumstæðum og þar með væri enginn endanlegur sannleikur til
heldur einungis tilbúnar hugmyndir ákveðinna einstaklinga eða hópa.
I29