Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2004, Page 134
ÞROSTUR HELGASON
vægt að kunna skil á því hvaða augum hann lítur fyrirbærið texta, tilurð
hans og þar með tilurð hugmynda. Ef texti er sprotthm af öðrum textum
og hugmyndir - þar á meðal um konuna og sannleikann - orðnar til í
heimi tungumálsins en ekki sem afurðir veruleikans, náttúrulegar og
óyggjandi, þá liggur beint við að kanna hvernig þessar hugmyndir hafa
orðið til í tungumáli okkar og hvernig þær hafa velkst um í ýmsum
textum, jafhvel undir fölsku flaggi eða í mismunandi merkingu. Þannig
segir Derrida í Sporum: „Það er því hvorki til sannleikur í sjálfum sér né
kynjamunur í sjálfum sér, karlinn í sjálfum sér né konan í sjálffi sér, þótt
öll verufræðin hins vegar geri ráð fyrir og hylmi yfir þennan
óafmarkanleika og skoði hann, taki hann höndum, nefhi hann og gangi
úr skugga um hver hann er“ (bls. 65).
Inngangur Astráðs Eysteinssonar að Skrifað við núllpunkt eftir Roland
Barthes er til fyrirmyndar að þessu leyti. Astráður fjallar með slapulegum
hætti um feril Barthes og skýrir hugtakanotkun hans þannig að lesandinn
leggur vel búinn upp í lestur á verki sem kalla mætti eins konar midanfara
að þeim skjálftum sem urðu í heimi hugtdsinda á sjöunda áratugnum. En
í ljósi þess að hálf öld er liðin frá því að rit Barthes kom fyrst út og
gagnrýnin umræða um framlag þess og Barthes yfirleitt hefur verið mikil
má raunar spyrja hvort ekki hefði verið ástæða til þess að gera grein fyrir
helstu gagnrýni sem kenningar hans hafa sætt. Þetta á raunar við um
önnur inngangsskrif ritraðarinnar. Ef póstmódernísku höfhndarnir fjórir
eru hafðir sérstaklega í huga þá má benda á að póstmódernisminn hefur
fengið gríðarlega ágjöf síðustu ár og ófáir telja hann einungis barn síns
tíma. Umræða um þetta hefði verið vel þegin í inngöngunum og ratmar
eðlileg.
Torfi H. Tulinius segir frá því í inngangi að bnynduðu táknmyndinni
eftir Christian Metz hvar rætur þessara hræringa liggja í endurmati
fræðimanna tuttugustu aldar á marxisma og í málvísindum strúktúra-
listanna. í bók Metz eru fyrirferðarmiklir tveir af áhrifamestu höfundum
tuttugustu aldar, eins og Torfi rekur, einn af helstu frumkvöðlum form-
gerðarstefnunnar, Ferdinand de Saussure, og faðir sálgreiningarinnar,
Sigmund Freud, í endurlestri eins af helstu sporgöngumönnum hans,
Jacques Lacan. Inngangur Torfa er því miður býsna ágripskenndur.
Hann gerir stuttlega grein fyrir hugmyndum Saussures um skiptingu
táknsins í táknmynd og táknmið og hvernig merkingarmyndunin á sér
stað. Hann bendir síðan afar stuttlega á það hvernig Metz nýtir sér þessar
z32