Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2004, Síða 141
„FRÆGÐIN HEFUR F.KKF.RT BREYTT MÉR“
Það er afar ánægjulegt að sjá hvemig arkitektamir á Homsteinum
nálgast upprunalega byggingu Sigurðar Guðmundssonar af virð-
ingu og auðmýkt í stað þess að umturna öllu með látum. Þeirri
þyngd sem einkennir upphaflegu bygginguna er haldið áfram á
rólegan hátt og er það sannfærandi andrúm fyrir dýrmætan fjársjóð
okkar Islendinga. Salirnir sem standa nú stórir og opnir íýrir
dagsbirtu em kannski táknrænir fýrir breytta stöðu þjóðar frá því
sem var; bjartsýnt, opið og léttlynt þjóðfélag.4
Hinum endurbættu og opnu húsakynnum er ásamt stflhreinni hönnun
innréttinganna ætlað að endurheimta íslenska sögu úr dimmuþögninni.
Það er opnunarsýningu Þjóðminjasafhsins, Þjóð verður til - menning og
samfélag í 1200 ár, einnig ætlað að gera en hún á að fullnægja kröfum
nútímasafhgesta og sameina „afþreyingu og fræðslu“, svo vitnað sé í orð
Guðrúnar Guðmundsdóttur, sýningarstjóra.3 Þar birtast glögglega nýjar
hugmyndir í safhafræðum, jafnt í framsetningu fornmunanna sem og í
miðltm á fræðsluefni, en margmiðlunartæknin skipar stóran sess í sýn-
ingunni. Jafhframt er glíman við táknin í forgrunni, þar sem leitast er við
að svara þeirri spumingu hvemig fomminjarnar varpi ljósi á íslenskt
þjóðemi og hvemig hægt sé að halda umræðunni um þær lifandi og _
opinni.
Leiðarahöfundur Morgunblaðsins tekur undir þessi sjónarmið þegar
hann hvetur til þess: „að starfsemi stofnunar á borð við Þjóðminjasafn
Islands sé í sífelldri endurskoðun. Aðeins þannig getur safihð verið virkur
þátttakandi í umræðu um grundvallarþætti starfsemi sinnar, þjóðarhug-
takið, minjamar og söguna sem það fjallar um og miðlun þeirra til al-
mennings“.6 Af þessum orðum má ráða að ein ástæða þeirrar
dimmuþagnar sem leiðarahöfundur gerir að umræðuefni orsakist af
umræðuleysi, því að ekki skuli tekist á um íslenska fortíð, túlkun hennar
og framsetningu.
Deilumar sem sprattu vegna kynningarhugmynda Þjóðminjasafhsins
á vormánuðum 2004 sýndu að Islendingar hugsa um fornminjar í lifandi
ástæðu er freistandi að álykta að safrtmyrkur endurminninganna megi rekja til
annars en lélegrar lýsingar.
4 Guja Dögg Hauksdóttir: „Sigling gegnum aldimar“, Lesbók Morgunblaðsins, 28.
ágúst 2004.
s Guðrún Guðmundsdóttir: „Hver erum við?“, LesbókMorgunblaðsins, 28. ágúst 2004.
6 „Endurreisn Þjóðminjasafns Islands“, Morgunblaðið, 1. september 2004.
H9