Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2004, Blaðsíða 144
GUÐNIELÍSSON
ætlað að standa sem helsta tákn íslenskra þjóðminja.1' Það ýti undir þá
rómantísku sýn að Island hafi verið víkinganýlenda,16 þegar ljóst sé að
meðal landnámsmaxma Islands hafi nánast ekki verið nokkrir víkingar.
Jafiiframt telur Ami að sverðið veki hugmyndir um að „vígaferh hafi
verið helstu athafiiir manna á fyrstu öldum byggðar“, en með því skoði
menn söguna „gegnum einskonar hasargleraugu“. Ami segir það bein-
línis rangt hjá Snorra að „fomleifauppgrefrir sýni að flesrir höfðingjar
hafi átt vegleg sverð. Aðeins 16 heil sverð hafa fundist, en 56 spjót og 26
axir sem sumar gæm þó verið smíðatól“. Að mati Ama er sverðinu nægur
sómi sýndur með merki Þjóðminjasafhsins þar sem meginþorri
Islandssögunnar á sér ekkert tákn í merkinu sem sækir allar fyrinmmdir
sínar (sverð, öxi og kúpta nælu) til landnámsaldar.17
Sverðið mætti þthlíkri andstöðu að menningarmálaneíhd ReykjaAkur-
borgar lagði til að Þjóðminjasafhið fengi aðeins tímabundið leyfi f\TÍr
höggmyndinni á Melatorgi, en stjómir Sambands íslenskra hstamanna
og Arkitektafélags Islands höfðu áður báðar lagst gegn hugmyndinni.18
Margrét Hallgrímsdóttir þjóðminjavörður lýsti því í kjölfarið yfir að
afstaða menningarmálanefndar breytti engu fyrir Þjóðminjasafnið, en
þar á bæ hefði upphaflega verið gert ráð f\TÍr að sverðið yrði aðeins sett
upp tímabundið.19 Enn bólar þó ekkert á sverðinu þegar þetta er skrifað
í byrjtrn desembermánaðar og verður að ætla að hugmyndin hafi ekki
hlotið frekara brautargengi.
En gagnrýnendur sverðshugmyndarinnar sáu ekki eingöngu líkindi
með henni og stuðningi ríkisstjórnarinnar \dð hernaðarátökin í Irak. I
byrjun júlímánaðar var Melatorgssverðið rætt í spjallþætti Kastljóssim
þar sem Snorri Már Skúlason var meðal gesta.20 A sama tíma og deil-
15 Ami Bjömsson: „Sverð og saga“, Morgunblaðið, 19. júní 2004.
16 Eg benti sjálfur á rómantískar rætur hugmyndarinnar í grein minni „Sverðið í
sverðinum" sem birtist í Lesbók Morgunblaðsins, 29. maí 2004.
1' Hér er rétt að árétta að sverðshugmyndin er á skjön við þá firamsetningu fortíðar-
innar sem finna má á sýningunni Þjóð verður til, en þar fa þær minjar sem er ætlað
að endurspegla víkingakúltúrinn afskaplega h'tið rými (enda ekki mikið um slíkar
fomminjar á Islandi).
18 Sjá „Þjóðminjasafn fái bráðabirgðasverð", DV, 9. júní 2004. Hugmvndin um
risasverðið á Melatorgi gat bæði af sér brandara og aðrar hugmyndir um minnis-
merki tengd Melavellinum. Sjá „5 táknmyndir á Melatorgi“ (DV, 14. maí 2004) og
„Melavöllurinn má ekld falla í gleymsku" (Fréttablaðið, 13. júm' 2004).
19 „Risasverð enn á teikniborðinu", DV, 10. júní 2004.
20 „Kastljósið“, 2. júlí 2004.
í42