Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2004, Page 145
„FRÆGÐIN HEFUR EKKERT BREYTT MÉR“
urnar um risasverðið stóðu sem hæst höfðu eigendur Gunnars majóness
komið risavaxinni majónesdollu íyrir við þjóðveg eitt nálægt Þjórsá og
þótti mörgum, meðal annars fulltrúum úr ferðaþjónustunni, mikið lýti
vera að dollunni sem var að lokum fjarlægð af eigendum fyrirtækisins.
Ymsir vildu leggja majónesdolluna og risasverðið að jöfhu líkt og annar
umsjónarmanna Kastljóssins benti á. Snorra Má þótti ekki við hæfi að
bera saman sverðið og smursósuna, enda karmski lítil líkindi með
Ktilsigldri neysluvöru úr samtímanum og tíu alda fornminjum. Þó eru
granítsverðið og sósudósin hvorttveggja upphleyptar auglýsingar,
eftirgerðir sem ætlað var að varpa ljósi á íslenska menningu í fortíð og
nútíð.
Andri Snær Magnason rithöfundur lagði frekari áherslu á þessi tengsl í
„bakþönkum“ sínum í Fréttablaðinu rúrnri viku seinna, laugardaginn 10.
júh'. I pisth sem ber nafhið )rMajónes“ varpar Andri fram nokkrum spum-
ingum um íslenskt þjóðemi og majónesið frá Gunnari og segir að það sé
„á einhvem hátt íslenskara en skjaldarmerkið og fáninn“. Andúðin á
majónesdohunni er að mati Andra hatur á íslenskri smekkleysu og hall-
ærishætti, dohan ögri þar sem hún stendur. Andri Snær lýkur pistli sínum
á þessum orðum: „Ég vona að Gunnars MajónesdoUan rísi ekki við höfuð-
stöðvamar í Hafharfirði. MajónesdoUan ætti að hljóta verðugan sess á
hringtorginu við Þjóðminjasafhið.“21 Hvað segja sverðið og smursósan um
Islendinga? Hér má hafa í huga að majónes er óvefengjanlegur og órofa
hluti samtímamenningar okkar, á meðan enn er deilt um efdrsóknarvert og
raunvemlegt vægi sverðsins í íslenskri miðaldamenningu. Emm við
kannski meiri majónesþjóð en vígaþjóð eins og Andri Snær gefur svo
ósmekklega í skyn?
Hvers vegna höfðar aldargömul víkingarómantík svo sterkt til íslensks
samtíma sem raun ber vitni?22 I inngangsorðum sínum að Iþróttum
fommanna á Norðurlöndum segir Björn Bjamason frá Viðfirði kynslóðir
víkingaaldarinnar líta á fang sitt göfugmannlegum sjálfstæðissvip og
skarplega velja það eitt sem vænlegast sé til framþróunar. Þessi kynslóð
„opnar nýjmn menningarstraumum rás inn yfir átthaga sína. Og þeim
þjóðum, er hún tók blóð, flytur hún nýjan lífsþrótt, ný lífsgildi. Það er
ekki einungis hreysti og hugprýði, sem einkenna hana, heldur jafnframt
21 Andri Snær Magnason: ,dVIajónes“, Fréttablaðið, 10. júlí 2004.
22 Eg spyr þessarar spumingar í pistli mínum „Sverðið í sverðinum“, Lesbók
Morgnnblaðsins, 29. maí 2004.
M3