Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2004, Side 147
„FRÆGÐIN HEFUR EKKERT BREYTT MÉR“
Mér finnst sérkennilegt að þessar tvær konur, önnur fulltrúi þjóð-
minjasafiis og hin fulltrúi íslenska ríkisins, skuli ekki hafa vit á því að
þegar þær eru í embættiserindum beri þeim að klæðast eins og
shkum fulltrúum sæmir. Þeim er náttúrlega í sjálfsvald sett hverju
þær klæðast í einkasamkvæmum en sem fulltrúum [sic] þjóðarinnar
eiga þær ekki að vera í skrípaútgáfum af þjóðbúningum. A Islandi er
til þjóðbúningaráð. Það er skipað af mermtamálaráðherra. Aðsetur
þess er á Þjóðminjasafiú. Fulltrúar frá m.a. Þjóðminjasafni sitja í
ráðinu svo það hefði verið hægur leikur fyrir báða embættismennina
að leita sér ráða um fataval fyrir opnun Þjóðminjasafns.25
Annar reiður bréfiitari skrifar á sömu lund í Velvakanda og spyr hvort:
„fólk hafi ekki efni á að koma sér upp ekta þjóðbúningi eða hvort það eigi
að skrumskæla búninginn. Þegar fólk lærir að sauma búninginn sinn
sjálft er því kennt að bera virðingu fyrir búningnum og ef það geti það
ekki þá eigi það að láta það vera að klæðast búningnum."26
Deilumar um þjóðbúninginn snerust ekká síst um þær leiðir sem
famar vom í að bregða birtu yfir fremur púkalega arfleifð, eins og fylgj-
endur menntamálaráðherra hafa eflaust hugsað það. Þannig lýsb kona í
Yelvakanda ánægju sinni með að skotthúfan sé hugsanlega á undanhaldi:
„Eg vona að hún hverfi þeim sem vilja eins og sldnnskómir því hún er bæði
óþægileg og óklæðileg. Eg hef þá trú að með ffjálsri notkun hennar verði
þjóðbúningurinn vinsælli en hann er í dag.“27 I huga margra tilheyrir
skotthúfan (Hkt og skottan) dimmuþagnarheimi alvöru, myrkurs og for-
tíðardrauga. Þegar hún er horfin verður þjóðbúningurinn léttari, jákvæðari
og nútímalegri, rétt eins og Þjóðminjasafhið efrir allar endurbætumar.
Kínverska steinsverðið og skottuhúfuhvarfið em tilraunir Islendinga
til að máta sig við fortíðina á uppbyggilegan hátt. Þessar táknsögur lýsa
25 Aiuia María Geirsdóttir: „Kyndugt eða kindarlegt", Morgunblaðið, 14. september
2004. Einnig má nefna lesendabréf frá Dóru Jónsdóttur, en bnn segir það hafa verið
mörgum „mikil vonbrigði að sjá þá óvirðingu og vanþekkingu, sem þjóðbúning-
unum var sýnd við opnun safnsins“ (Afenningararfur“, Morgunblaðið, 1. október
2004). I sama streng tekur Asdís Birgisdóttir hjá Heimilisiðnaðarfélagi Islands í
viðtali við Fréttablaðið (sjá „Metinn á tvær milljónir króna“, Fréttablaðið, 5. október
2004).
26 050946-7469: „Um þjóðbúninginn“, „Velvakandi“, Morgunblaðið, 17. september
2004.
2 Ein á upphlut: „Skotthúfan á undanhaldi", Morgunblaðið, 21. september 2004.
H5