Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2004, Page 149
.FRÆGÐIN HEFUR EKKERT BREYTT MER“
Saga aftveimur hiísum
Dimmuþögn, fortíðardraugar, þungi. Þessi orð eru notuð til að lýsa
andrúmsloftinu sem ríkti í Þjóðminjasafninu á áratugnnum eftir að því
var komið fyrir í nýjum heimkynnum við Suðurgötu. Mælendur tengja
orðin tdrðingu, alvöru og mikilvægu menningarhlutverki, en varpa má
fram þeirri spumingu hvers konar hátíðarstemningu myrkur og draugar
fangi?
I pisth sem ég skrifaði í Lesbók Morgunblaðsins snemma á þessu ári hélt
ég því fram að hugmyndin um glæsta arfleifð Islendinga hefði aldrei náð
sér almennilega á flug í Þjóðminjasafhinu andspænis þeim veruleika sem
blasti við áhorfandanum í hverju homi.30 Safnið hafi á sínum tíma vakið
með þjóðinni skammartilfinningu, en í mununum sem það varðveitti búi
birtingarmyndir allra eymdartímanna sem Islendingar gengu í gegnum,
alls sem þeir sem framsækm þjóð hafa þurft að fela eða setja í nýjan
búning. Granítsverðið og deilumar um skotthúfuna virðast færa frekari
stoðir tmdir þá kenningu. Sverðið er uppbólgin og annarleg hugmynd úr
kínversku grjóti. Það á að snhða svo Islendingar fái betur skilið raunvem-
legar rætur sínar, á meðan skotthúfuhvarfið er tilraun til að gera þjóð-
búninginn klæðilegri og draga úr heimóttarlegum einkennum hans.
Þjóðmenningarhúsið og Þjóðminjasafnið em þau tvö hús sem helst
gera menningararfleifð Islendinga skil og því er forvitnilegt að velta fyrir
sér þeirri sjálfsmyndarsköpun sem þar fer fram og er ætlað að varpa ljósi
á sjálft þjóðareðlið. I Þjóðmenningarhúsinu koma saman allir draumar
íslenskra ráðamanna, bjartsýnistrú þeirra og ást á landinu sem hefur alið
þá, sú vissa að jákvætt hugarfar bægi burtu vonleysi og uppgjöf. Þar em
haldin boð á vegum ríkisins, þangað em erlendir fyrirmenn fluttir þegar
kynna á opinbera ásýnd og mikilfenglega arfleifð þjóðarinnar. Þjóð-
menningarhúsið er á margan hátt óáþreifanlegt safn vegna þess að það
hverfist um drauma, trú og hugarfar þessarar þjóðar. Kannski má þar
finna hugmyndina um Island og íslendinga í sínu upphafhasta veldi.
Orkustöð hússins er tvö „rökkvuð rými“ þar sem handritin standa böðuð
í daufu skini undir þykku vamargleri, líkt og plútóníum í kjamorkuveri.
50 Sjá Guðni EKsson: „Þú fólk með eymd í arf!“, Lesbók Morgunblaðsins, 7. febrúar
2004. Ég hef nú skrifað pistla í Morgunblaðið mánaðarlega í tæp fjögur ár. Eftir
greiningu mína á skammartilfmningunni sem greip Islendinga í Þjóðminjasafrúnu
gerðist það í fýrsta og eina skipti að ókunnugt fólk hafði samband við mig og
þakkaði mér fyrir að draga þessa vanlíðan upp á yfirborðið.
147