Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2004, Page 152
GUÐNI ELISSON
nýr og ummjmdaður í augum safngestanna sem dásama hann. í yfir-
lýsingunni býr jafnframt sú fróma og hógt7æra von að frægð þrumu-
guðsins verði áfram viðurkennd um heim allan, og þar með kannski líka
einstakur uppruni Islendinga og sérstaða íslenskrar menningar.
Sköpun þjóðar
A sýningunni „Þjóð verður til: Menning og samfélag í 1200 ár“ stígur
íslenska þjóðin fram í sparifötunum. Safhgripir Þjóðminjasafiisins eru
um 100.000 að tölu, en aðeins um 2.000 þeirra voru valdir til sýningar.35
Má því ætla að hér sé að finna merkasta úrvalið af fomminjum okkar, auk
þess sem gripimir eigi að varpa sérstöku ljósi á íslenskt þjóðerni,
samfélagsgerð og menningu. I valinu býr því ákveðin túlkun sem skilur
sýninguna frá því sem finna mátti á gamla safhinu þar sem reglan var að
sýna nánast allt sem koma rnátti fýrir með góðu móti.
Af þessu mætti draga þá ályktun að safngestir nútímans séu óvirkari í
upplifun sinni á fortíðinni, að þeir nærist á tilbúnum réttum og fái ekki
að velja sér í sama mæli og fýrr sína eigin leið um ranghala safhsins (sem
nú eru auðvitað opin rými eins og vera ber). Nýja sýningin verður fýrir
vikið markvissari og er ætlað að koma til skila fastmótaðri sýn á tengsl
fornminjanna við söguna. Þessum tengslum er náð fram með ýmsu
móti, t.d. með margmiðlunarefhi á snertiskjám, með símtækjum þar sem
gestum er boðið að hlusta á gengnar kynslóðir lýsa reynslu sinni af lífinu
í landinu, bæklingum sem liggja víða um sýningarrýmið, ítarlegum
skýringartextum á íslensku og ensku, töflum og landakortum sem
varpað er á tjald eða má finna á stórum og smáum textaspjöldum, og
síðast en ekki síst í formi bóka sem gefnar hafa verið út í tilefni af sýn-
ingunni.36
Þó má einnig færa fýrir því rök að þar sem nýja sýningin er augljós
35 Sjá m.a. umfjöllun Jóns Hannesar Stefánssonar: „Þjóð verður tíl“, Stiídentablaðið,
80. árg. 4. tbl., 2004.
36 Hér má neíha Hlutaveltu tímans sem ritstýrt er af Ama Bjömssyni og Hreíhu
Róbertsdóttur (Reykjavík: Þjóðminjasafn Islands, 2004) og I eina sang: Islenskir
brúðkaupssiðir sem Hallgerður Gísladóttir ritstýrir (Reykja\hk: Þjóðminjasafh
Islands, 2004), en síðamefnda bókin er fylgirit með einni af smærri sýningum
safnsins.