Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2004, Side 153
.FRÆGÐIN HEFUR EKKERT BREYTT MER'
túlkun, „tilraun til að varpa nýju ljósi á fortíð íslendinga“ eins og segir á
bakhlið bókarinnar Þjóð verður tilj1 kalli hún á aukin viðbrögð
safngestsins sem getur annað hvort samsinnt þeirri leið sem farin er í
sköptm íslensks þjóðemis með sýningunni eða andmælt hexmi. Þetta
getur skapað nýja gerð virkni sem er af öðru tagi en sú sem var til staðar
í gamla safninu þar sem hætta var vissulega á að gesturinn játaði sig
sigraðan frammi fýrir ofgnótdnni, sérstaklega vegna þess að flesta veg-
vísa vantaði.
Ætla má að þeir fjölmörgu aðilar sem komu að sýningunni „Þjóð
verður tál“ hafi viljað færa safhið yfir á umræðusvæðið og leysa það tmdan
höftum musterishugmyndarinnar, en til þess að herða á muninum á þess-
um tveimur framsetningarleiðum má vísa í grein efdr Duncan Cameron
frá árinu 1971. Sem musteri, skrifaði hann, hefur safnið „almenna
skírskotun. Það vísar ekld aðeins út fýrir tímann heldur er það einnig
hlutlæg fyrirmynd alls þess sem einstaklingarnir skynja hver í sínu lagi.
Safnið sem umræðusvæði gengur þvert á þessa hugmynd, það verður að
sviði „árekstra, tihauna og deilna““.38
Aðgreining Camerons er gerð að umræðuefhi í inngangi Stevens
Lavine og Ivans Karp að greinasafhinu Exhibiting Cultures: The Poetics
and. Politics ofMuseum Display. „Fyrir tuttugu árum“, skrifa þeir:
var enn hægt að halda fram hugmyndinni um musterishlutverk
safnsins, en nú til dags myndu fáir talsmenn þess í alvöru setja fram
þá fullyrðingu að safnið geti verið nokkuð annað en umræðusvæði
(þrátt fyrir að sýningarnar sjálfar endurspegli ekki alltaf þessa
breyttu sýn). Ennffemur höfum við ekki hugsað nógu gaumgæfilega
um það hverjh fulltrúar umræðusvæðisins séu.39
Aðstandendur sýningarinnar „Þjóð verður til“ hafa haft hugmyndina
37 Þjóð verður til: Menning og samfélag í 1200 ár. Ritstj. Hrefna Róbertsdóttir.
Reykjavík: Þjóðminjasafn Islands, 2004.
38 Duncan Cameron: „The Museum: A Temple or the Forum“, Joumal of World
History 14, no. 1 (1972), bls. 201, 197. Þessir kaflar úr grein Duncans eru teknir úr
Steven D. Lavine og Ivan Karp: „Introduction: Museums and Multiculturalism".
Exhibiting Cultures: The Poetics and Politics of Museum Display. Ritstj. Steven D.
Lavine og Ivan Karp. Smithsonian Institution Press: Washington og London, 1991,
bls. 3.
39 Lavine og Karp: „Introduction: Museums and MulticulturalisnT. Exhibiting
Ctiltures: The Poetics and Politics ofMusetim Display. Ritstj. Steven D. Lavine og Ivan
Karp, bls. 3-4.