Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2004, Blaðsíða 154
GUÐNI ELÍSSON
um umræðusvæðið að leiðarljósi í þróunaninmmni og vali á safingripuin,
en mununum er ætlað að staðfesta áktæðna kenningu um uppruna og
einkenni Islendinga.40 Fulltrúar umræðusvæðisins eru augljóslega Is-
lendingar, en leitað hefur verið leiða til þess að sprengja út þjóðemis-
hugtakið svo að fólk af ólíkum uppruna geti eignað sér arfleifðina, eða
gert sér í hugarlund hvemig það sjálft móti framtíð íslenskrar menningar
og þjóðlífs á leið okkar allra inn í ffamtíðina. Þetta er um margt lofetærð
tilraun en gengur ekki fylhlega upp.41
I inngangi sínum „Kennileiti Islendinga“ í Þjóð verður til segir
Guðrún Guðmundsdóttir að grunnhugm)md sýningarinnar bjóði því
heim „að þjóðin sem hér býr sé enn í mótun og gefur því tdleíhi til að
skoða áhrif innflytjenda“.42 Þessi hugmynd er tekin upp í grein
Brynhildar Ingvarsdóttur sviðstjóra miðlunarsviðs, „Lifandi menningu11,
en þar segir hún að gera „megi ráð h,TÍr þeirn möguleika að þjóðin sé enn
að verða til“.43 I þessum fullyrðingum felst eflaust ekki sú markhyggja
sem lesa má í orðin, sú skoðun að íslenska þjóðin nái að lokmn fullnustu.
Fremur býr hér sú hugmynd að þjóðin sé í eilífri verðandi, taki stöðugmn
bre}TÍngmn. Nýjar kynslóðir leysa hinar gömlu af hólmi, jafnframt þG
sem alltaf flytur nýtt fólk til landsins og auðgar líf þeirra sem f}TÍr eru
með ólíkri sýn á Kfið og tilveruna. Hvernig er þessi rannsóknarspurning
útfærð í kynnuígarefni safhsins og varpa munirnir á Þjóðminjasafninu
frekara ljósi á hana?
Brynhildur Ingvarsdóttir leggur jafnframt áherslu á að íslensk
menning sé ekki sjálfsprottin, heldur verði til þegar ólík menningaráhrif
renna saman og blandast. Brynhildur setur fram þá kenningu að aukin
40 Þó gætir enn ákveðinnar upphafhingar jafnt í sjálfu valinu og svo þeim aðferðum
sem var beitt í uppstillingu og miðlun minjanna. Að þessu letm gegnir safnið enn
hluwerki sínu sem musteri íslenskrar menningar. Snorri Már Skúlason htrnærandi
kynningarfulltrúi safnsins heldur fast í musterishugmyndina í grein sem hann skrifar
í Moj-gunblaðið síðasta sumar og segir safnið hafa „verið musteri íslenskrar
fomleifafræði og þjóðminjavörslu" í 140 ár. Sjá Snorri Már Skúlason: ,Af hugmynd
um sverð“, Morgunblaðið, 2. júm' 2004.
41 I raun má kalla það óskiljanlegt hvemig fjölmenningarsýningin og thkingasverðið á
Melatorgi gátu verið upp á borðinu á sama tíma þar sem þessar hugmyndir era nær
ósættanlegar hugmyndafræðilega. En það varpar kannski líka ljósi á veikleikana í
framsetningunni á íslensku fjölmenningarþjóðfélagi í ritinu Þjóð verður til.
42 Guðrún Guðmundsdóttir: „Kennileiti Islendinga". Þjóð verður til: Menning og
samfélag í 1200 ár. Ritstj. Hrefha Róbertsdóttir, bls. 9.
4-’ Brytnhildur Ingvarsdóttir: „Lifandi menning“. Þjóð verður til: Menning ogsamfélag í
1200 ár. Ritstj. Hrefna Róbertsdóttir, bls. 11.