Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2004, Side 157
„FRÆGÐIN HEFUR EKKERT BREYTT MÉR“
geta staðfest eða ekki staðfest „áhrif innflytjenda“ á íslenska menningu
eða svarað þeirri spumingu hvenær og hvernig Islendingar verða íslend-
ingar,48 er að mínu mati hentugast að horfa á rannsóknarspurninguna í
sínu víðasta samhengi og spyrja sig hvemig minjarnar á sýningunni
„Þjóð verður til“ varpi ljósi á líf íslensku þjóðarinnar og tengsl hennar við
umheiminn. Því að mnnir safnsins geta sagt okkur ýmislegt um erlend
menningaráhrif á Islandi, bæði þeir hlutir sem hafa borist til landsins
með farskipum og svo hinir sem smíðaðir em á íslandi en sækja í erlendar
liststefnur eða hönnunarstíla.
Eins og fram kemur í bækhngnum „Fortíð mætir framtíð“ kom stór
hópur sérfræðinga að sýningunni „Þjóð verður til“. Leitað var til sagn-
fræðinga, þjóðháttafræðinga, fornleifafræðinga, forvarða, ljósmyndara,
hönnuða og armarra ráðgjafa, innlendra sem erlendra,49 til að gera
sýninguna sem glæsilegasta, en Guðrún Guðmundsdóttir sýningarstjóri
bendir á að stuðst hafi verið við „nýjar rannsóknir á sögu þjóðarinnar og
menningarminjum í vörslu safnsins, en fyrir gmnnsýninguna var ráðist í
eitt umfangsmesta forvörsluverkefiii sem unnið hefur verið hér á
landi“.50 Þessa má víða sjá merki og það er lofsvert hvernig aðstand-
endum safnsins hefur tekist að opna augu sýningargesta fyrir allri for-
vinnunni sem ljúka þurfti áður en safiiið opnaði, en þar nægir að nefna
sýningarsvæðið sem lýsir því mikla viðgerðarstarfi sem unnið var á
altarisbríkinni frá Möðmvöllum í Eyjafirði, en hún er líklega frá því um
aldamótin 1300.
Jafiiframt má finna á sýningunni margar ágætlega útfærðar hug-
myndir, s.s. tímaferðalagið „sem hefst í knerri landnámsmannsins“ (en
dæmigerð stærð farskipa tímabilsins er merkt í gólfið fremst í
sýningarrýminu) og „lýkur í flughöfn nútímans“ sem aðstandendur
sýningarinnar lýsa sem hliði „Islendinga að umheiminum“. „Eftir för um
Islandssöguna alla er gott að rifja upp ferðalagið á leið niður bogagöngin
48 Þetta era allt spumingar sem Brynhildur glímir við í grein sinni. Sjá „Lifandi
menning“. Þjóð verður til: Menning og samfélag í 1200 ár. Ritstj. Hrefna
Róbertsdóttir, bls. 11.
49 „Fortíð mætir framtíð", sýningarbæklingur Þjóðminjasafns Islands. Reykjavík,
2004.
50 Guðrún Guðmundsdóttir: „Kennileiti íslendinga“. Þjóð verður til: Menning og
samfélag í 1200 ár. Ritstj. Hrefna Róbertsdóttir, bls. 8. Það er reyndar umdeilanlegt
hversu nýstárleg sjálf sýningin er og hvort hún endurspegli það nýjasta í sagnífæði
og fomleifarannsóknum á íslandi.
155