Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2004, Síða 158
GUÐNI ELISSON
... aftur í tímann“ segir Bnmhildur og vísar þar til bogadregnu þrepanna
sem liggja aítur niður til inngangsins að sýningunni á neðri tiæðinni, þar
sem gesturinn er aftur kominn á byrjunarreitd1 Onnur afskaplega góð
útfærsla tímaferðalagsins þótt hún sé af allt öðrum toga varpar ljósi á
tengsl jarðfræði, sögu og fomleifafræði. Jarðvegssniðið með jarðvegs-
lögunum allt frá landnámslaginu 870 fram til Heklugoss 1947 er jarð-
fræðilegur tímaás sem sýnir sögu þjóðarinnar frá öðru sjónarhorni en
almenningur á að venjast. Glerplatan með jarðvegssniðinu er hugvekja
samin úr leir, sandi, gjósku og grjóti, og er sem slík áhrifamikil sögu-
kennsla.52
Sýningunni er skipt upp í sjö tímabil, 800-1000, 1000-1200, 1200-
1400, 1400-1600, 1600-1800, 1800-1900 og 1900-2000, og áhersla lögð
á að gripimir á sýningunni endurspegli aldaranda hvers tímabils, að þeir
séu vitnisburður um listsköpun og handverk þjóðarinnar, menningu
hennar, tungu og trúarlíf, húsakost og búsetu, atvinnuhætti og lífskjör.
Sýningin hefst á afar einkennilegri fulhTðingu sem hefur einhverra hluta
vegna verið sleppt í ensku þýðingunni. A veggnum sem þallar um „Upp-
haf íslandsbyggðar 800-1000“ segir: „Maðurinn hafði byggt jörðina í
milljónir ára þegar leið hans lá til IslandsV3 Setningin á augljóslega að
fanga áhorfandann með gríðarlega víðri (og því fremur merkingar-
snauðri) tilvísun sinni sem endar í einum punkti, á Islandi. Mann-
skilningur settLÍngarinnar er jafnframt óljós, því að fullyrðingin er aðeins
51 Brynhildur Ingvarsdóttir: „Lifandi menning". Þjóð verður til: Mentiing og samfélag í
1200 ár. Ritstj. Hrefna Róbertsdóttir, bls. 13.
52 Símasambandshugmyndin þótti mér aftur á móti ekld útfærð á áhugaverðan hátt. Eg
hlustaði á landnámskonuna Ástríði Ketilsdóttur og sonarson hennar Helga
Þórólfsson en þeim er ætlað að tala ffá árinu 930. Þau höfðu ffá fáu marHerðu að
segja (töluðu í landnámsaldarklisjum okkar tíma) og það sama á við um Jón Jónsson
prentara á Hólurn í Hjaltadal og Helgu dóttur hans sem ræða Hð hlustandann ffá
árinu 1584. Þessar raddir ÚTri alda mega auðvitað ekki hljóma svo fomeskjulega að
hlustandinn geti ekki skihð það sem við hann er sagt (þó að það heíði verið
forvimileg tilraun). I Þjóð verður til er textum íbúastöðvanna líkt „við sögulegar
skáldsögur og leikrænum flutningi þeirra rið lítril úwarpsleikrit“ (bls. 52).
Sjónarhom barnanna, svo dæmi sé teldð, tilheyrði svo klárlega 21. öldinni að ég fékk
það á tilfinninguna að hér töluðu weir reykvískir krakkar sem væra að lýsa
helgarferð á söguskemmtun. Bömin hefðu mátt miðla sjónarhomi þar sem retrnt var
að endurvekja annan sldlning genginna kymslóða á stöðu og skyldur bama. Þó ber
að geta þess að í sumum tilvika er röddunum beint til ungra barna og því kannski
ekki gerlegt að ganga of langt í ffamandgervingu.
53 Þessa setningu er einnig að finna í bæklingi Þjóðminjasafhsins, Þjóð verður til:
Menning ogsamfélag í 1200 ár. Ritstj. Hrefha Róbertsdóttir, bls. 16.
156