Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2004, Síða 163
.FRÆGÐIN HEFUR EKKERT BREYTT MER'
finna megi á þeim fyrirbænir, og jafnvel þó það sé almenn skoðun [fræði-
manna?] „að pestdr og plágur á landinu á 15. öld ásamt kólnandi veðurfari
hafi valdið vissri stöðnun í íslensku þjóðlífi, ekki síst listum.“ Ber að skilja
þessa sögukenningu þannig að Hstræn einkenni í skrautgreftri 18. aldar
megi rekja til drepsóttar írá 1402? Þá vaknar sú spurning hvers vegna
svartidauði hafði ekki sömu áhrif í Evrópu? Þar kemur endurreisnin í
kjölfar drepsóttarinnar og þar lifði almenningur einnig í skugga ýmissa
farsótta. Og hvað um neikvæð áhrif kólnandi veðmfars á íslenskt þjóðlíf
og fistdr? A hitafarstöflu sem birt er í Þjóð verðnr til er hitastdgið
samkvæmt áætlun byggðri á ritheimildum og ískjörnum úr Grænlands-
jökli á blómaskeiði íslenskrar sagnaritunar á 13. öld sambærilegt því sem
var á 16. og 17. öld.60 Þetta kom mér verulega á óvart og skyndilega varð
mér ljóst að ég hafði sjálfur alltaf gert mér í hugarlund að hlýtt hefði
verið á gullaldartíma íslenskrar sagnaritunar og ískalt á eymdartímunum.
Slíkur er máttur hugmyndafræðinnar. Það er því ákveðin hætta fólgin í
því að ganga of fast fram í að þröngva sögulegu samhengi upp á
safnhlutdna. Hér hefði að mínu mati verið gáfulegra að velta fyrir sér
hvers vegna ekki er meira samhengi milli varðveittra minja og atburða
sem breyttu sögu þjóðarinnar.
Tímabilinu frá lokum siðskipta tdl 1800 eru gerð ágæt skil og það er
loks þá sem sýningargestdr taka að skynja betm fjölbreytni munanna sem
tdl sýnis eru undir efnisflokkum á borð við „réttarfar og refsingar“,
„lútherskur rétttrúnaður“, „lærdómsöld og galdraöld“, „einokunar-
verslun“ og „upplýsing á Islandi“. Hér er að finna ýmsa kjörgripi safns-
ins, eins og tignarklæði Jóns biskups Arasonar, Grundarstólana, Guð-
brandsbiblíu og drykkjarhornið frá árinu 1598, sem skorið var út af
Brynjólfi Jónssyni fyrir Þorleif Asmundsson lögréttumann. Fá tdmabil
eru jafn rík af hst hins smáa, þeirri list sem best verður notið í jafrtri og
góðri birtu - undir stækkunargleri.
Hér má rýna í allar þær textflvíddir sem í mörg hundruð ár voru ofhar
í teppi og ábreiður, skoða bróderuð myndverk utan um kodda, útsaumaða
dúka sem eru svo margslungnir að augað greinir þá aldrei alla í senn, og
margt annað sem heyrir tmdir fjölþættan listdðnað kvenna frá þessum tíma.
Þama má einnig finna fagurlega skreyttan faldbúning, prýddan útsaumi og
beltdspari úr stungnu silfri, og þau tréskurðarverk sem grafin hafa verið af
kynslóðum flúrlistamanna í kisda, skápa, stóla, snældu- og spónastokka,
60 Þjóð verður til: Menning og samfélag í 1200 ár. Ritstj- Hreftia Róbertsdóttir, bls. 54-
55.
161