Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2004, Page 164
GUÐNI ELÍSSON
kembulára, trafakefli og rúmfjalir. Útskomu dnrkkjarhomin á sýningunni
em nokkur og bera öll þekkingu og kunnáttu immdskurðamiannanna
vitni. Svo fíngerð er þó listsköpun þessi að hún verður illgreinanleg þar
sem hún er hulin á bak við gler í daufri birtu.
Plássins vegna (en vonandi ekld í ljósi þeirrar bælingar sem ég gerði að
umræðuefni hér að ffaman) fer ég þó hratt yfir sögu og læt aðeins staðar
numið við örfá atriði ffá síðustu tveimur öldum. Frá 19. öld langar núg
að neína þrjár innsetningar; baðstofuna frá Skörðum í Dalasýslu sem fyllt
er forvitnilegum munum frá tímabilinu, árabátinn Ingjald, en í hann hafa
verið lögð ýmis af þeim tóhun sem tengdust sjósókn á öldum áður, og
muni úr eigu Jóns Sigurðssonar, en sá sýningarbás ber yfirskriftina
„Leiðtoginn og borgaramenningin“. Ekki er laust við að ákveðinnar
upphafningar gæti á framsemingu tímabilsins, hin þjóðlega menning er
fönguð með sýn danska málarans H.A.G. Schiött, en hann var hér á landi
1861 og vann þá málverkið „A vökunni“ sem sýnir húslestur í íslenskri
baðstofu. Fulltrúi borgaramenningarinnar er þjóðffelsishetjan Jón Sig-
urðsson og árabáturinn er enginn annar en frelsisfleytan Ingjaldur sem
Hannes Hafstein tók traustataki og sigldi til fundar við enskan togara
eins og ffægt er orðið.
Ingjaldur er óvenjulegt blæti. Táknleg staða bátsins á sýiúngtmni er
afskaplega flókin. Honum er meðal annars ætlað að vísa til sjósóknar á
Islandi í þúsund ár, allt þar til skútur, vélbátar og togarar komu í stað
árabátsins á 19. og 20. öld. En sú merking hverfur í skuggann af þeirn
atburði þegar Hannes, sem þá var sýslumaður Isfirðinga, fór 10. október
1899 á bátnum að enskum togara sem var að ólöglegum veiðum í
Dýrafirði. Hann hugðist færa skipstjórann fyrir dómstóla en togaramenn
sökkm bátnum svo að þrír af skipverjum Hannesar fórust. Atburðirnir
eru nákvæmlega raktir á skýringarspjaldi næst bátnum:
Sýslumanni og þrem öðrum var bjargað mjög þrekuðum og Ingjald-
ur dreginn á land. Skipstjórinn slapp og sigldi skipi sínu til hafs, en
náðist mánuði síðar við Jótland. Hann var dæmdur til tveggja ára
fangelsisvistar og til að greiða ekkjunum bæmr. Síðar hélt hann
affur á íslandsmið og fórst þar.
Báturinn er því jafnframt vimisburður urn íslenska hetjudáð og
fórnfysi. I honum birtist íslensk sjálfstæðisbarátta, saga Hannesar Haf-
162